fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fáheyrður viðbúnaður á Litla-Hrauni vegna Mohamad Kourani

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2024 21:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangelsið á Litla-Hrauni hefur neyðst til að viðhafa mun meiri viðbúnað en yfirleitt hefur verið nauðsyn á vegna fanga í fangelsinu. Eru þessar ráðstafanir tilkomnar vegna Mohamad Kourani og óútreiknanlegrar og ofbeldisfullrar hegðunar hans. Fjölga hefur þurft fangavörðum á vakt vegna veru Kourani í fangelsinu og ekki þykir óhætt að færri en fjórir til fimm fangaverðir í einu hafi afskipti af honum á hverjum degi en hann er sagður hafa ítrekað ráðist á fangaverði.

Það er Nútíminn sem greinir frá þessu.

Þetta er nýjasta fléttan í sögu Mohamad Kourani sem er frá Sýrlandi og kom fyrst til Íslands árið 2018 og hefur síðan þá framið fjölda afbrota og þá einna helst með ofbeldisverkum og hótunum.

Kourani bíður nú dóms vegna árásar í verslunni OK Market í Reykjavík en á myndbandi úr versluninni má sjá hann ráðast á tvo starfsmenn með hnífi en hann var einnig ákærður fyrir meðal annars hótanir gegn lögreglumönnum og fangavörðum.

Réttarhöldin fóru fram í síðustu viku en svör Kourani þegar hann bar vitni þóttu illskiljanleg og nánast út í hött. Kourani hefur verið greindur með geðræn vandamál, meðal annars siðblindu, en hefur þó verið metinn sakhæfur.

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Kourani lét það í ljós í réttarhöldunum að honum mislíkaði að fréttamenn DV og Vísis væru viðstaddir til að skrifa fréttir af því sem fram fór. Hótaði hann í kjölfarið fréttamanni DV.

Kourani hótaði blaðamanni DV

Öskri stanslaust og dýrari en aðrir fangar

Nútíminn ræddi við tvo fanga á Litla Hrauni sem segja að fangaverðir þurfi að vera í hnífavestum og með hjálma til að eiga við Kourani á hverjum degi. Þeir segja einnig vera mikil læti í Kourani sem séu nánast stanslaus. Hann lemji á öryggisrúður, hurðar og öskri nánast allan sólarhringinn. Þar sem hann eigi rétt á að fara á útisvæði og opið „sameiginlegt“ svæði öryggisdeildarinnar, sem hann dvelji á þá þurfi fangaverðir að eiga við hann oft á dag með þeim mikla viðbúnaði sem áður er getið sem er talinn nauðsynlegur í ljósi þess að Kourani hefur margsinnis ráðist á fangaverði.

Kourani dvelur einn á öryggisdeild Litla Hrauns og honum er haldið frá öðrum föngum öryggis þeirra vegna. Nútíminn segir hann vera vistaðan í sérstökum öryggisklefa á deildinni sem mun vera án allra húsgagna, vegna þess hversu hættulegur hann er.

Nútíminn segir einnig í frétt sinni að einnig sé ljóst að vegna þessa mikla viðbúnaðar sé mun dýrara fyrir íslenska ríkið að vista Kourani í fangelsi en aðra fanga. Nútíminn vitnar í svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um kostnað fangelsanna en þar kom fram að á síðasta ári var kostnaður vegna hvers fanga á Litla Hrauni 48.852 krónur á dag en Kourani hefur setið þar inni síðan í mars á þessu ári. Tekið er fram í svarinu að í tölum um kostnað fangelsa vegna fanga séu ekki útgjöld aðalskrifstofu Fangelsismálastofnunar sem sér um alla umsýslu fullnustu- og lögfræðimála, sálfræðiþjónustu, félagsráðgjöf, samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit, áfangaheimili og ýmislegt annað sem ekki er inni í beinum útgjöldum fangelsanna.

Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill kostnaðurinn við að vista Kourani á Litla Hrauni er en í frétt Nútímans er bent á hljóti hann 6-8 ára fangelsi eins og hann á yfir höfði sér verði kostnaðurinn viðvarandi næstu árin. Miðillinn segist hafa heimildir fyrir því að álagið á fangaverði vegna Kourani sé gríðarlegt.

Fjöldi þolenda

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá hefur fjöldi manns orðið fyrir ofbeldi og hótunum af hálfu Kourani. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og kona sem hrökklaðist úr starfi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands vegna stanslausra hótana og áreitni af hálfu Kourani.

Kona varð að ganga með neyðarhnapp árum saman vegna ofsókna Kourani – „Varð óvinnufær með öllu“

Háværar kröfur hafa verið uppi um að Kourani verði vísað úr landi. Hann er hins vegar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli alþjóðlegar verndar og slíkum einstaklingum er óheimilt samkvæmt lögum að vísa úr landi.

Krafa um að Kourani verði vísað úr landi en lögin leyfa það ekki – Dómur væntanlegur í máli hans

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur hins vegar sagt að það sé til skoðunar að breyta þessu og verði breytingar af því tagi mögulega lagðar fram þegar þing kemur aftur saman í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“