fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Stóra fíkniefnamálið: Sakborningum var birt ákæra í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. júlí 2024 21:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra var birt í dag í stóra fíkniefnamálinu, sem varðar innflutning á sex kílóum á kókaíni og amfetamíni, auk peningaþvættis, ólöglegrar vopnavörslu og skipulagðrar glæpastarsemi.

Átján manns hafa verið með réttarstöðu sakbornings í málinu, konur og karlar, en þau voru ekki öll ákærð. Málið verður þingfest í byrjun ágúst.

Flestir eru annaðhvort með einn eða tvo ákæruliði í málinu, skipulagða glæpastarfsemi og innflutning fíkniefna. Sumir eru aðeins ákærðir fyrir annað af þessu. Höfuðpaurarnir í málinu eru þó með fleiri ákæruliði.

Höfuðpaurarnir fjórir, sem hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins, komu fyrir dómara í dag og voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. ágúst.

Samkvæmt heimildum DV eru fáir ákærðu með brotaferil og flestir flokkast sem rólegt fjölskyldufólk. Bæði konur og karlar eru á meðal sakborninga en DV hefur ekki upplýsingar um kynjahlutfallið. Í tilkynningu frá lögreglu við lok rannsóknar þess kom fram að málið snúi að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. „Lögregla lagði meðal annars hald á fíkniefni, lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, m.a. skammbyssu búna hljóðdeyfi,“ segir í tilkynningu lögreglu. DV hefur heimildir fyrir því að vopnafundurinn hafi vakið undrun margra sakborninga sem kannast ekki við neina umsýslu með vopn.

Í tilkynningunni sagði ennfremur:

„Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Í kjölfarið voru fimm aðilar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra. Sá var færður í afplánun vegna eldri dóms að loknu einnar viku gæsluvarðhaldi. Í dag hafa 18 aðilar stöðu sakbornings í málinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega