fbpx
Mánudagur 08.júlí 2024
Fréttir

Kveikti opinn eld á tjaldsvæðinu og hótaði tjaldverðinum sem ávítaði hann – „Þetta líðum við ekki hér á Hvolsvelli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Halla Ólafsdóttir, tjaldvörður og rekstraraðili hjá tjaldsvæðinu á Hvolsvelli, setti ofan í við erlendan ferðamann og íslenska kærustu hans, er fólkið kveikti opinn eld á miðju tjaldsvæðinu sem brenndi upp grasið undir. Ferðafólkið var svo óánægt með afskipti Ástu að þau neituðu að borga fyrir gistinguna og hótuðu að sverta hana á netinu.

Halla greinir frá málinu í Facebook-hópnum Tjaldsvæði – umræðuvettvangur. Þar segir hún:

„Ekki alltaf gott að vera vondi kallinn á Tjaldsvæðinu…. en verandi rekstraraðili og tjaldvörður þá berum við ábyrgð… á lífum ykkar og eignum…

Mér varð það á að setja ofaní við erlendan gest hér á Tjaldsvæðinu á Hvolsvelli sem hafði ákveðið að grilla úti á túni með einnota grill og ekkert undirlag þannig að jörðin brann og eftir situr sárið svart…

Eftir nýliðin bruna í Húsafelli þá erum við extra vel á vaktinni… og frekar viðkvæm fyrir svona háttalagi… mörg orð féllu í þessari umræðu okkar um opinn eld á Tjaldsvæðinu og vinurinn hreint ekki sáttur við tjaldvörðinn…. neitaði svo að borga fyrir gistinguna eftir þau orð sem ég lét um hann falla… en þau voru hversu heimskt er að kveikja opinn eld á miðju túni á Tjaldsvæði…. og fara svo inn í hjólhýsi og ekkert eftirlit…

Hef breitt bak og vön að heyra allskonar…. en þetta líðum við ekki hér á Hvolsvelli. Set hér inn mynd af bílnum og númeraplötunni.

Hann hótaði mér að sverta okkur á netinu og á ég ekki von á öðru… en þetta er okkar hlið á málinu og eru nokkrir sem urðu vitni að þessum leiðinda atburði og geta vitnað til um atburðinn.“

„Hún hótaði að berja mig“

Eldsvoðinn i Húsafelli sem Ásta vísar til varð um síðustu helgi en þá brann hjólhýsi. Aðspurð segir Ásta í viðtali við DV að tjaldsvæðið leggi til steinhellur fyrir ferðamenn sem notast við einnota grill, til að setja undir grillin. „Sumir nýta sér þetta ekki heldur setja beint á opna jörð og jafnvel á tréborðin okkar. En þú kveikir ekki opinn eld á opnu svæði, við sáum sorglegt dæmi um það um helgina hvernig það getur farið,“ segir Ásta og vísar til brunans í Húsafelli.

Sem fyrr segir brást ferðamaðurinn illa við aðfinnslum Ástu. „Honum fannst ég sennilega bara vera of hvöss við sig. Ég sagði: Hversu heimskur ertu að kveikja eld úti á túni? Hann neitaði að borga, hann fór án þess að borga, ég nennti ekki að standa í einhverju þjarki.“

Þetta var erlendur maður en með honum var íslenskur, kvenkyns ferðafélagi, sem einnig brást mjög illa við. „Ferðafélagi hans var íslensk kona. Hún hótaði að berja mig.“

Ásta segir að það athæfi að kveikja upp í einnota grilli ofan á grassverði sé nokkuð algengt hjá ungum Íslendingum. „Þau segja, þetta grær upp. En nei, það grær ekki upp, þetta er dáið. En aðalhættan er að þetta breiðist út.“

Ásta hvikar ekki frá þeirri skyldu sinni að koma í veg fyrir opinn eld á tjaldsvæðinu og setja ofan í þá sem brjóta þessa reglu. „Eins og ég segi alltaf við mína gesti um reglurnar, það er betra að vita en frétta. Ég ber ábyrgð á fólkinu, það er ekki nóg að rukka, það verður líka að þjóna.“

Sem fyrr segir hótaði fólkið að sverta Ástu á netinu. Hún telur sig hafa góðan málstað í þessari deilu og ákvað að verða fyrri til og segja söguna frá sínu sjónarhorni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar fjárfestir segir umdeildar áætlanir Carbfix í Straumsvík fáránlegar

Heiðar fjárfestir segir umdeildar áætlanir Carbfix í Straumsvík fáránlegar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti risíbúð sem reyndist kötturinn í sekknum – Þakið sem var sagt í „góðu lagi“ var það svo sannarlega ekki

Keypti risíbúð sem reyndist kötturinn í sekknum – Þakið sem var sagt í „góðu lagi“ var það svo sannarlega ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásta er haldin blokkarótta og vill að fleiri viðurkenni hann – „Ráðumst á hann saman“

Ásta er haldin blokkarótta og vill að fleiri viðurkenni hann – „Ráðumst á hann saman“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur dæmdur fyrir vörslu og dreifingu á grófu barnaklámi

Íslendingur dæmdur fyrir vörslu og dreifingu á grófu barnaklámi