fbpx
Mánudagur 08.júlí 2024
Fréttir

Keypti risíbúð sem reyndist kötturinn í sekknum – Þakið sem var sagt í „góðu lagi“ var það svo sannarlega ekki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupandi lítillar risíbúar þarf að ganga frá lokagreiðslu vegna kaupanna þrátt fyrir að þakið, sem seljandi sagði vera í „góðu lagi“, læki. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 27. júní.

Um er að ræða litla risíbúð í tæplega 70 ára gömlu þríbýlishúsi. Á söluyfirliti var tekið fram að tími væri kominn á viðhald glugga og gólfefna. Fullyrt var þó að þakið væri í lagi og tekið fram að nýlega hafi skólp og dren verið lagað. Kaupandi eignarinnar spurði sérstaklega út í þakið við skoðun eignarinnar og seljandinn staðfesti að þakið læki ekki og væri í góðu lagi.

Áður en að kaupsamningur var undirritaður sendi seljandi tölvupóst á fasteignasöluna og greindi frá hugmyndum íbúa á 2. hæð í húsinu um framkvæmdir. Svo sem að „athuga vatnsleka frá þaki“. Seljandi fullyrti þó að hann vissi ekki um neinn leka og fulltrúi eiganda á 2. hæð skýrði mál sitt með að til stæði að kanna hvort um leka væri að ræða, án þess að slíkur leki væri þekktur. Kaupandi ákvað því að standa við kaupin. Áður en kaupverðið hafði verið greitt að fullu komst hann þó að því að þakið var svo sannarlega ekki í lagi. Hann hélt því lokagreiðslu eftir til að styrkja stöðu sína við að reyna að sækja afslátt eða skaðabætur frá seljanda út af þessum meinta galla.

Kaupandi tók fram í athugasemd sem hann sendi á seljanda að mikið væri um leka og rakaskemmdir. Viðhald hefði augljóslega verið vanrækt töluverðan tíma. Áður hafi komið upp leki á 2. hæð sem grunur lék á um að kæmi frá þaki. Þar með hafi seljandi vísvitandi leynt ástandi þaksins til að reyna að selja eignina.

Húsið eldgamalt og ljóst að þakið var komið á tíma

Seljandi mótmælti þessu. Kvartanir kaupandi sneru að mestu að húsfélaginu og að það hafi að fullu verið upplýst um stöðuna. Skoraði seljandi því á kaupanda að ganga frá afsali. Dómkvaddur matsmaður var fenginn til að meta þakið. Sá taldi að endurbætur myndu kosta um 11,5 milljónir. Seljandinn stefndi málinu fyrir dóm og krafðist lokagreiðslunnar. Samninga bæri að efna og taldi seljandi eignina ekki haldna neinum göllum sem hann bæri ábyrgð á. Hér væri á ferðinni gömul eign og kaupandi því þurft að gæta sérstaklega að sér við kaupin.

Ekki hafi leynt sér á eigninni endurbætur væru tímabærar, enda hafi verð íbúðarinnar endurspeglað þann veruleika. Seljandi tók fram að hann hafi ekki orði nokkur leka var, en hann hafi þó tilkynnt um að fyrirhugað væri að kanna með mögulegan vatnsleka frá þaki, áður en kaupsamningur var undirritaður. Seljandinn gerði athugasemd við matsgerðina sem byggi á því að að endurnýja þurfi flesta fleti í lítilli risíbúð, allsherjar-þakskipti og einangrun útveggja í nærri sjö áratuga gömlu og illa viðhöldnu fjölbýlishúsi. Hvergi sé tekið tillit til þess að við slíkar endurbætur komi nýtt í stað gamals og verðmæti eignarinnar þar með aukið. Eins ætli kaupandi að rukka um nýtt gólfefni þó að fyrir hafi legið við kaupin að það væri kominn tími á að endurnýja þau.

Kaupandinn byggði á því að íbúðin væri haldin verulegum göllum sem hafi leitt til tjóns fyrir hann. Hann eigi því rétt til afsláttar og/eða skaðabóta og hafi verið heimilt að halda eftir lokagreiðslu. Í fyrsta lagi hafi seljandi veitt rangar upplýsingar um eignina. Hann hafi fullyrt að þakið væri í lagi, mögulega til að auka líkurnar á að selja eignina. Hins vegar hafi þessi fullyrðing ekki verið rétt, þakið var ekki í lagi, og hefði seljandi annað hvort vitað eða mátt vitað það.

Kaupandi hefði átt að vita betur

Dómari rakti að lögum samkvæmt telst fasteign gölluð ef kaupandi hefur ekki fengið þær upplýsingar um hana sem seljandi vissi eða mátti vita um og kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi. Þetta gildi þó aðeins ef það hefur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamnings að upplýsingar voru ekki veittar. Fasteign telst jafnframt gölluð ef hún er ekki í samræmi við upplýsingar sem seljandi hefur veitt, eða í samræmi við upplýsingar sem eru veittar í auglýsingum, söluyfirliti eða öðrum sölu- og kynningarvörum um eignina.

Hér hafi bindandi samningur komist á þegar kauptilboð var samþykkt. Í söluyfirliti komi fram að þakið sé í lagi. Það sé þó ekkert fullyrt um að þak hafi verið endurnýjað í heild eða að hluta. Eins hafi seljandi upplýst um hugmyndir annars eiganda um að skoða vatnsleka inn frá þaki. Þar með mátti kaupandi vita að athuga þyrfti með leka.

Dómari tók eins fram að húsið væri mjög gamalt og öldrun þaksins væri augljós ef húsið er skoðað að utan. Allt hafi þetta gefið kaupanda fullt tilefni til að gæta að sér og skoða ástand þaksins áður en kaupin gengu í gegn. Dómari taldi ósannað að seljandi hafi vitað um lekann enda lekinn ekki komið í ljós fyrr en kaupandi tók niður loftklæðningu. Seljandi viðurkenndi þó fyrir dómi að eigandi á 2. hæð hefið kvartað undan leka. Þá hafi verið skipt um glugga og taldi seljandi að þar með væri lekinn úr sögunni. Dómari taldi því að seljandi hefði ekkert gert rangt og gerði kaupanda að ganga frá lokagreiðslu og sýknaði seljanda af gagnkröfu kaupanda um afslátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar fjárfestir segir umdeildar áætlanir Carbfix í Straumsvík fáránlegar

Heiðar fjárfestir segir umdeildar áætlanir Carbfix í Straumsvík fáránlegar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásta er haldin blokkarótta og vill að fleiri viðurkenni hann – „Ráðumst á hann saman“

Ásta er haldin blokkarótta og vill að fleiri viðurkenni hann – „Ráðumst á hann saman“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kveikti opinn eld á tjaldsvæðinu og hótaði tjaldverðinum sem ávítaði hann – „Þetta líðum við ekki hér á Hvolsvelli“

Kveikti opinn eld á tjaldsvæðinu og hótaði tjaldverðinum sem ávítaði hann – „Þetta líðum við ekki hér á Hvolsvelli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur dæmdur fyrir vörslu og dreifingu á grófu barnaklámi

Íslendingur dæmdur fyrir vörslu og dreifingu á grófu barnaklámi