fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Líf Guðmundar breyttist í martröð – Öryrki eftir offors lögreglu og fær 48 milljónir í bætur eftir 14 ára baráttu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið þarf að greiða Guðmundi Guðlaugssyni, fyrrum framleiðslustjóra, tæpar 50 milljónir í skaðabætur eftir að hann var handtekinn að ósekju. Aðgerðir lögreglu leiddu til þess að hann missti vinnuna og var metinn til  80% örorku.

Það var í apríl árið 2010 sem líf Guðmundar breyttist í martröð. Lögreglan kom þá að heimili hans og krafðist þess að gera húsleit vegna gruns um að hann tengist innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Brasilíu. Guðmundur leiddur í járnum frá heimili sínu og hnepptur í gæsluvarðhald. Hann lýsti því í viðtali við Stundina árið 2015 að þessi reynsla hafi verið gífurlega niðurlægjandi. Honum var hent í fangaklefa og látinn dúsa þar heila nótt áður en að hann var yfirheyrður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en fékk fyrst að skjótast heim að sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Við það tilefni var hann leiddur í járnum inn á sitt eigið heimili. Á daginn kom að lögregla taldi að sonur Guðmundar væri á bak við innflutning fíkniefna og taldi mögulegt að Guðmundur hefði liðsinnt syni sínum.

Gæsluvarðhaldið hafði gífurleg áhrif á allt líf Guðmundar.  Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri og var verðlaunaður kjötiðnaðarmaður. Eftir að fjölmiðlar gerðu sér mat úr handtöku feðganna þá missti Guðmundur draumastarfið og þó svo að lokum hafi saksóknari ákveðið að fella málið niður þá var líf Guðmundar í rúst. Hann missti h heilsuna í kjölfarið og glímdi við mikinn kvíða og ótta. Hann var í kjölfarið metinn til 80% örorku.

Guðmundur stefndi íslenska ríkinu í kjölfarið og krafðist miskabóta vegna rannsóknaraðgerða að ósekju. Árið 2017 dæmdi Hæstiréttur að ríkinu bæri að greiða honum 2 milljónir í miskabætur vegna vanvirðandi meðferðar og handtöku. Guðmundur stefndi ríkinu aftur eftir að hann var metinn með varanlegan miska og varanlega 80% örorku.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn þann 21. júní og komst að þeirri niðurstöðu að ríkinu bæri að greiða Guðmundi 47,8 milljónir króna með 4,5 prósent vöxtum frá 15. mars 2014 til 15. apríl 2018 en með dráttarvöxtum eftir þann dag til greiðsludags. Frá þessu dragast 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið greiddar.

Dómari taldi ljóst að ef ekki hefði verið fyrir handtökuna þá hefði Guðmundur haldið starfi sínu, enda vegnað vel í starfi sem bæti hentaði hans menntun og reynslu. Aðgerðir lögreglu voru að hluta til ólögmætar og Guðmundi gert að sæta gæsluvarðhaldi við óásættanlegar aðstæður.

„Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið árið 2019.

Sjá einnig: Guðmundur hefur barist í 13 ár fyrir réttlæti – „Ríkið er harðsnúið þegar kemur að bótum vegna pyntinga“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna