fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu var kveðinn upp dómur í skaðabótamáli séra Jens Kristins Sigurþórssonar á hendur Þjóðkirkjunni. Kristinn Jens varð atvinnulaus og tekjulaus í kjölfar þess að prestakallið sem hann þjónaði, Saurbær á Hvalfjarðarströnd, var lagt niður.

Var Kristni í fyrstu boðið að taka við öðru embætti en sótti hann þá um að komast á lögmælt eftirlaun. Er þeirri beiðni var hafnað ákvað hann að þiggja boð um annað prestsembætti. En þá hafið annar aðili verið ráðinn í embættið og Kristni var tilkynnt að svar hans hefði borist of seint.

„Biskupi hefur ekki verið treystandi til að virða samninga. Ótrúlegt siðleysi, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Kristinn er hann tjáði sig um framgöngu Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í málinu í réttarhöldunum. Agnes bauð Kristni embætti en boðið var síðan afturkallað.

Fyrir dómi þvoði Agnes hendur sínar af málinu og vísaði ábyrgðinni til kirkjuráðs.

Dómur í málinu verður birtur á vefsíðu dómstólanna síðar í dag, en í dómsorði segir:

„Viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, Þjóðkirkjunnar, gagnvart stefnanda, Kristni Jens Sigurþórssyni, vegna þess tjóns sem hann varð fyrir sökum þeirrar ákvörðunar biskups Íslands að hafna ákvörðun stefnanda frá 2. september 2019 um að taka því boði um embætti sem fram var sett í bréfi biskups Íslands til stefnanda 7. mars 2019.“

Um var að ræða þrautavarakröfu Kristins en aðalkröfu og og varakröfu hans í málinu var hafnað. Aðalkrafa hans snerist um að skaðabótaskylda þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd vegna þeirrar ákvörðunar að leggja niður prestakallið. Varakrafa hans snerist um skaðabótaskyldu vegna þeirrar ákvörðunar að hafna beiðni hans um að fara á lögmælt eftirlaun.

Í stuttu spjalli við DV segist Kristinn Jens vera ánægður með niðurstöðuna:

„Ég á eftir að kynna mér dóminn en fagna því að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar hafi verið viðurkennd.“

Fréttinni hefur verið breytt.

Uppfært kl. 15:55

Dómur í málinu hefur verið birtur. Sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna