fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Íslendingur dæmdur fyrir vörslu og dreifingu á grófu barnaklámi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 16:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. júní síðastliðinn dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra mann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir að hafa haft í fórum sínum og dreift hundruðum ljósmynda og tugum myndskeiða af börnum í klámfengnum aðstæðum.

Mbl.is greindi fyrst frá.

Myndefnið var haldlagt við húsleit lögreglu á heimili mannsins en maðurinn vistaði það í farsíma, spjaldtölvu og turntölvu. Mun hann hafa dreift efninu til annarra í gegnum spjallsíður á netinu.

Maðurinn gerðist einnig sekur um vopnalagabrot en á heimili hans fundust tvö sverð og stunguhnífur með 18,5 cm blaði.

Maðurinn játaði sök í málinu.

Í dómnum kemur fram að barnaníðsefnið hafi verið mjög gróft og var það virt til refsiþyngingar. Hins vegar var það virt til refsilækkunar að maðurinn á ekki sakaferil að baki og var samvinnufús við rannsókn málsins, einnig er skýlaus játning hans virt honum til refsilækkunar.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna