fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 12:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég tala við hann þá veit ég aldrei hvort ég er að fara að tala við hann aftur. Alltaf þegar ég sé sjúkrabíl eða lögreglubíl þá er ég alltaf að spá: „Er barnið mitt viðloðandi þetta? Fyrsta sem ég geri á morgnana er að tékka á lögreglufréttum, er hann í fréttum, var hann að gera eitthvað af sér, var hann handtekinn, var hann að fremja eitthvað rán?“

segir faðir 19 ára drengs sem glímir við fíknivanda og hefur búið á götunni í nokkur ár.

Í nýj­asta þætti Lífið á biðlista tal­ar Gunn­ar Ingi Val­geirs­son við for­eldra 19 ára drengs sem er í neyslu. Sonurinn glím­ir við fjölþætt­an vanda. Þau segja að hann passi ekki inn í kerf­in sem eiga að hjálpa hon­um og segja að hon­um sé refsað og hent út þar sem hann dvel­ur mánuðum sam­an á götunni.

Sonurinn var ekki orðinn 18 ára þegar hann var kominn á götuna í Reykjavík. Faðirinn segir hann á einhverfurófinu, með ADHD og með áfallastreituröskun og fá ekki geðhjálp þar sem hann sé fíkil, en hann geti ekki hætt að nota, þetta sé undarlegur vítahringur og fjölþættur vandi.

„Inn á milli sé ég barnið mitt, hann er barnið mitt, hann er góður strákur. Þegar ég var að keyra hingað í viðtalið þá keyrði ég framhjá honum þar sem hann var að ganga með félögum sínum og hann veifar mér. Þá sá ég alveg barnið mitt veifa mér. Það er ekki hægt að lýsa þessu, þetta er gífurlega þungt og ég óska ekki nokkrum manni að eiga barn sem er á þessum stað.

Hann fær stundum að koma heim þegar hann er í svona standi, stundum kemur hann heim nýbúinn að fá sér contalgen og þá biður hann mig um að fylgjast með sér þegar hann sefur, hvort hann hætti nokkuð að anda í svefni og það er ekkert mjög gaman. Þetta er óttalega martraðarkennt.“

Algjört úrræðaleysi í heimabyggð

Foreldrar mannsins búa ekki saman, en segja vera í góðum samskiptum og ræða oft saman þau málefni sem snúa að syni þeirra. Móðirinn tekur undir orð föðursins:

„Þetta er erfiðasta hlutverk sem ég hef þurft að takast á við. Að barnið manns sé svo langt leiddur, jafnvel bara farinn að þú þekkir ekki lengur litla drenginn þinn. Það glittir stundum í hann, ekki misskilja mig og við eigum mjög gott samband þrátt fyrir allt, en stundum þá þarf maður að hafa rosalega fyrir því að sjá drenginn sinn á bak við. Maður er alltaf að farast úr áhyggjum yfir hans velferð og ef síminn hringir: Er hann búinn að valda óafturkræfum skaða á sjálfum sér eða öðrum?“

Móðirin segir soninn hafa byrjað að reykja gras og hafi hún sjálf haft samband við barnavernd og óskað eftir aðstoð, þetta væru aðstæður sem hún þekkti ekki til og vantaði aðstoð. Litið til baka segist hún hafa viljað að aðstoð væri að hafa í heimabyggð, en fjölskyldan hefði búið út á landi þegar sonurinn byrjaði í neyslu og engin úrræði í bæjarfélaginu.„ Og þess vegna vorum við föst með það að þurfa að senda hann í burtu og ég sé að það bætti bara í ástandið og vanlíðunina. Þetta er barn sem var lagt í einelti og átti erfitt uppdráttar félagslega. Og ég held hann hafi ætlað að vera svolítið harður gæji í rauninni, kannski til að bæta upp fyrir hvað honum var strítt þegar hann var lítill.“

Kominn aftur á lista um leið og þér er hent út úr meðferð

Faðirinn segir soninn hafa klárað meðferð á Vog og Vík í eitt skipti, en hafa fallið stuttu eftir að meðferðinni á Vík lauk. Faðirinn bendir á að þegar einstaklingum er vísað úr meðferð þá eru þeir komnir á biðlistann aftur þrátt fyrir að það séu bara fimm mínútur liðnar frá því þeim var vísað út. „Þegar ég var að skutla syninum á Vog sá ég strák fyrir utan sem var nýbúið að henda út og hann labbar inn aftur og vill komast aftur inn og móttökuritarinn segir: „Já ég set þig bara á biðlista strax.“ Það fylltist ekkert þessar 10 mínútur sem strákurinn var úti.“

Móðirin segir greiningarferli sonarins hafa tekið nokkuð langan tíma og hann hafi verið nýlega búinn að fá greiningu á einhverfurófi og ADHD þegar hann fór að fikta við fíkniefni og unglingageðdeild BUGL var komin í málið. „Þegar kom í ljós að hann var að nota fíkniefni var bara skellt í lás á Bugl og hann varð Stuðlavandamál. Hann var inn og út af Stuðlum, ákveðið var að senda hann í sveit til að reyna að halda honum frá slæmum félagsskap. Hann mátti ekki mæta í skólann af því hann var í neyslu. Það var ekkert úrræði í heimabyggð, hann þurfti að fara suður, út í sveit, þvert fyri landið til að sækja aðstoð. Það er úrræðaleysi út á landi. Við í rauninni sitjum uppi með það að vera í ómögulegum aðstæðum og göngumst við því að hann fari í sveit.“

Vonar að sonurinn lifi sumarið

Faðirinn segist búinn að búast við því heillengi að sonurinn deyi vegna neyslu. „Ég reyni kannski minnst að hugsa um það þannig séð. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og ef ég er að dvelja of mikið í þessu þá ruglar það bara í höfðinu á mér. En ef þetta heldur svona áfram, hann á nú að vera tvítugur í sumar og ég vona bara að hann nái því.

Sonurinn framdi vopnað rán í apóteki og er að sprauta sig með fentanyl. Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti. Það eru bara fáir á sama stað og ég og barnsmóðir mín með börnin sín, sem betur fer, ég óska engum að vera á þessum stað.“

Faðirinn segist hafa leitað til sálfræðings, en áfallið sé enn í gangi og ekki sé hægt að vinna úr einhverju sem er enn í gangi. Þetta sé skrýtið staða að vera í, en hann hafi engan valkost annan en tækla þessar aðstæður.

Móðirin segir soninn hafa misst stjórn á sér í meðferð síðast eftir að einstaklingur þar hæddist að honum. Syninum hafi verið vísað út beint aftur í fíkniefnin. „Þú ert bara búinn að klúðra tækifærinu. Ef það hefði verið samráð við til dæmis foreldrana og kallað til fundar með félagsráðgjafa, getum við búið til nýtt plan? Þá hefði hann fengið viðhaldsmeðferð heim og við foreldrarnir getað mætt honum tímabundið, komið honum fyrir og unnið að því að hann færi á næsta skref endurhæfingar. Ég skil ekki þessa endalausu refsistefnu, þú ert með einstaklinga sem þurfa að vera öðruvísi en í samfélagi mannanna. Það eru allt aðrar leikreglur í undirheimunum, þessir einstaklingar búa við allt aðrar leikreglur, þeir kunna ekki handritið.“

Móðirin segir refsistefnuna ekki gera gagn, fólk sé aðeins jaðarsett meira og meira og það sé verið að taka möguleikann að fólki að það komist aftur inn í samfélagið. „Fólk er að deyfa sig til að lifa af sársaukann sem það hefur valdið, ekki bara sjálfum sér, heldur líka öðrum.“

„Kerfið bara mætir honum ekki, hann fær bætur frá féló og getur verið á gistiskýlinu, en það er ekki staður sem þú vilt vera á. Hann kemst inn á Vog af og til eftir langa bið, inn á geðdeild bara ef það er: „Ég er að fara að drepa mig núna.“ Það er ekkert í boði fyrir þessa einstaklinga nema vera á kaffistofunni hjá Samhjálp og fara svo á skýlið eða hanga í bílakjöllurunum,“ segir faðirinn.

„Það vantar meira en bara Vog, Vogur læknar ekki allt. Ég mun samt aldrei tala illa um Vog. Við höfum íhugað sjálfræðisviptingu, en það er mjög erfitt og við gætum ekki sjálfsræðissvipt hann og sett hann inn á Klepp, hann fengi alltaf að vera laus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krafa um að Kourani verði vísað úr landi en lögin leyfa það ekki – Dómur væntanlegur í máli hans

Krafa um að Kourani verði vísað úr landi en lögin leyfa það ekki – Dómur væntanlegur í máli hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna