fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 17:30

Mynd: Kopavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs Kópavogs fyrr í dag var tekið fyrir bréf frá íþróttafélaginu Breiðablik en í bréfinu er farið fram á að bærinn veiti sunddeild félagsins styrk vegna tjóns deildarinnar. Í bréfinu er tjónið rakið til lokunar Salalaugar vegna framkvæmda á vegum bæjarins og tafa sem urðu á þeim. Urðu afleiðingarnar þær að lokunin varði lengur en áætlað var. Í því kemur einnig fram að tafirnar hafi sett sundiðkun fjölda iðkenda deildarinnar í uppnám.

Fjárhagstjónið er einkum tilkomið vegna þess að deildin neyddist vegna lokunar Salalaugar að fella niður samtals níu sundnámskeið fyrir börn á aldrinum 3-8 ára sem haldi átti á tímabilinu janúar til maí á þessu ári. Lauginni hafi verið lokað í upphafi ársins og verklok framkvæmda hafi verið áætluð í febrúar en þau hafi ekki orðið fyrr en í maí. Sundnámskeiðin séu helsta tekjulind sundeildar Breiðabliks og því sé fjárhagslegt tjón hennar vegna þessara tafa verulegt.

Þáttökugjald fyrir hvert barn sé 19.900 krónur og hefði tekist að fylla öll námskeiðin, en alls var pláss fyrir 70 börn á hverju námskeiði, hefði það skilað 4.179.000 krónum, samkvæmt bréfi Breiðabliks.

Í bréfinu segir að ekki hafi verið tilkynnt um framkvæmdirnar fyrr en eftir að skráning á fyrsta námskeiðið var hafin en þá þegar hafi verið 50 börn skráð og þá enn vika þar til námskeiðið átti hefjast. Segir í bréfinu að færri hafi komist að en vildu undanfarin ár á námskeiðunum og full ástæða hafi verið til að ætla að seljast myndi upp á námskeiðin í ár.

Iðkendur hættu

Í bréfinu kemur fram að tjónið vegna tafa á framkvæmdunum í Salalaug hafi þó ekki eingöngu falist í glötuðum þáttökugjöldum heldur hafi námskeiðin nýst til að kynna börnum íþróttina og hvetja þau til að fara að æfa sund hjá sunddeild Breiðabliks sem skili sér í tekjum af æfingagjöldum.

Tafirnar hafi einnig orðið til þess að margir ungir iðkendur sem æfðu á vegum Breiðabliks í Salalaug hafi einfaldlega hætt að æfa.

Þetta tvennt hafi stuðlað að glötuðum æfingagjöldum til framtíðar.

Kröfðust endurgreiðslu sem ekki sé hægt að standa undir

Enn annar angi tjónsins sé sá að deildin hafi orðið af æfingjagjöldum 16 iðkenda sem hafi æft í svokölluðum E- og F-hóp í Salalaug. Þessum hópum er ekki lýst nánar í bréfinu en fram kemur að hver iðkandi greiði 90.000 krónur í æfingagjöld árlega en deildinni hafi einfaldlega ekki verið stætt á því að innheimta æfingagjöldin á meðan engin æfingaaðstaða var til staðar. Hver iðkandi greiði í tvennu lagi og þá 48.900 krónur eftir áramót. Þeir iðkendur sem hafi þegar greitt þá greiðslu hafi farið fram á endurgreiðslu sem deildin hafi enga burði til að standa undir.

Það er ekki tekið fram hversu margir af þessum 16 hafa farið fram á endurgreiðslu en miðað við forsendur bréfsins eru það allir 16 iðkendurnir. Til að reikna út tjónið af völdum krafna iðkendanna um endurgreiðslu er 16 margfaldað með 48.900 og niðurstaðan því tjón upp á 782.000 krónur.

Er því farið fram á að Kópavogsbær styrki sunddeild Breiðabliks um rúmlega 5 milljónir króna vegna fjárhagslegs tjóns af völdum tafa á framkvæmdum við Salalaug. Er þar um að ræða áðurnefnd glötuð þátttökugjöld vegna sundnámskeiðanna og glötuð æfingjagjöld iðkenda í E- og F-hóp. Samtals 4.961.000 krónur.

Undir bréfið rita Anna Björg Arnarsdóttir formaður sunddeildar Breiðabliks og Eysteinn Lárusson framkvæmdastjóri félagsinns.

Ekki var tekinn afstaða til bréfsins á fundi bæjarráðs í dag heldur var því vísað til umsagnar sviðstjóra menntasviðs og sviðstjóra umhverfissviðs bæjarins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna