fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði.

Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“.

Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins?

spyr Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak í grein sinni á Vísi. 

Anna Gunndís Guðmundsdóttir

Glútenlaust fæði er ekki lífsstíll 

„Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.“

Anna Gunndís segir að glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Glútenlaust fæði hafi orðið að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo sé hins vegar ekki nema „þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi.“

Mynd: Vísir.is

Í greininni rekur Anna Gunndís það að vegna ferðar út á land hafi hún þurft að birgja fjölskylduna upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Við tók ferð í sex verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina þeirra tvisvar, ýmist vestur á Granda eða í Hafnarfirði. 

„Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n’ cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka.“

Ekki sé nóg með að verslunarferðin hafi kostað mikinn tíma og ferð í margar verslanir heldur hafi glútenlausu vörurnar einnig kostað meira en hinar, og það töluvert meira.

„Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. 

Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. 

Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. 

Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. 

Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 

20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr.

20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210.

Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði,“

segir Anna Gunndís.

„Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum.

20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr.

20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr.

20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr.

6210 kr.

6210 kr.

6210 kr.

Fyrir 20 pylsubrauð… glútenlaus.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna