fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þakka Guðna og Elizu á síðasta degi hans sem forseti – „Einstakur forseti, hlýr mannvinur sem kunni að nýta embættið til góðra hluta“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 15:00

Guðni og Eliza fá hlýjar kveðjur á þessum tímamótum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fær hlýjar kveðjur í dag á samfélagsmiðlum á síðasta degi hans í embætti. Margir Íslendingar munu vafalaust sakna Guðna sem óhætt er að segja að hafi verið alþýðlegasti forsetinn sem setið hefur frá lýðveldisstofnun og hinnar kanadísku eiginkonu hans Elizu Reid, sem heillað hefur þjóðina upp úr skónum. Kom það mörgum á óvart að hann skyldi ekki bjóða sig fram í sumar og er forsetatíð hans sú stysta síðan Sveinn Björnsson var og hét.

Algjör skortur á snobbi

„Guðni Th. Jóhannesson lætur í raun af forsetaembætti í dag. Vonandi verður það fordæmi hans til þess að fólk í valda- og áhrifastöðum getur fremur hugsað sér í framtíðinni að láta af embætti áður en allir verða leiðir á því eða það hefur gengið sér til húðar, hugmyndalega og andlega. Áður en það sjálft og viðhengimenni þess fara í alvöru að trúa því að það sé ómissandi,“ segir rithöfundurinn og blaðamaðurinn Illugi Jökulsson.

Telur Illugi að forsetatíðar Guðna verði minnst með afar jákvæðum hætti í framtíðinni.

„Hann vatt ofan af allri vitleysunni sem Ólafur Ragnar Grímsson hafði sveipað starfið og hann lagði vandlega til hliðar allar tilhneigingar til kónga- og drottningarvæðingar þess sem vart hafði orðið bæði í tíð Ólafs Ragnars og hinna síðari ára Vigdísar, svo það sé nú sagt,“ segir Illugi. „Ekki sáum við betur en algjör skortur á snobbi og tilgerð einkenndi þau bæði, Guðna og Elizu konu hans, og það er sannarlega guðsþakkarvert. Takk fyrir fínt starf og góða skemmtun í framtíðinni.“

Studdu fólk í erfiðri stöðu

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þakkar Guðna og Elizu fyrir að vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar og sóma.

Oddný birti mynd úr þingveislu.

„Forsetatíð Guðna hefur einkennst af hlýju, umhyggju og einlægni. Þau hjónin lögðu sig fram við að styðja fólk í erfiðri eða veikri stöðu ásamt því að fagna með þeim sem náðu góðum árangri,“ segir Oddný og birtir mynd af henni og Guðna úr þingveislu.

Óskar Oddný nýjum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar í starfi. En Birgir Ármannsson þingforseti mun setja hana inn í forsetaembættið á morgun.

Ekki sjálfgefið

Atli Fannar Bjarkason, verkefnisstjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla hjá RÚV, þakkar Guðna og rifjar upp innslag sem hann kom að í Vikunni með Gísla Marteini um páskana árið 2017. Þátturinn hafði fallið niður en ákveðið að gera sérstaka vefútgáfu af Fréttum Vikunnar til heiðurs Guðna.

Úr vefþættinum páskana 2017.

„Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill aðdáandi Guðna Th. Jóhannessonar,“ segir Atli Fannar. „Hann hefur staðið sig frábærlega og ég þreytist ekki að benda á að það er ekki sjálfgefið að vera með svona góðan mann í embætti þjóðhöfðingja.“

Fram úr vonum

Annar fjölmiðlamaður, Sigurjón Egilsson, segir forsetatíð Guðna hafa farið fram úr sínum vonum.

„Ég kaus Guðna fyrir átta árum og myndi gera það aftur ef það væri í boði. Ég hafði kynnst Guðna áður en hann fór í framboði. Ég batt miklar vonir við hann sem forseta. Hann hefur gert mikið betur en á átti von á,“ segir Sigurjón. „Hafi hann bestu þakkir fyrir sína glæsilegu frammistöðu.“

Guðni og Sigurþóra við Bergið Headspace.

„Takk fyrir þig kæri Guðni. Einstakur forseti, hlýr mannvinur sem kunni að nýta embættið til góðra hluta,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. „Takk líka fyrir þig Eliza og allt það góða sem þú vannst að og bættir við í þínu hlutverki. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.“

Sýndu virðingu og hvatningu

Guðni og Eliza fá einnig kærar kveðjur frá ýmsum hjálparsamtökum sem þau voru dugleg að styðja við bakið á undanfarin átta ár.

„Takk Guðni fyrir þitt vinarþel og að hafa verið vinur þjóðarinnar við öll hugsanleg tækifæri og sýnt okkur öllum virðingu og hvatningu til góðra verka,“ segir í færslu umhverfissamtakanna Bláa hersins. „Gangi ykkur Elizu allt að sólu og börnum ykkar.“

Guðni hefur stutt duglega við ýmis konar hjálpar og góðgerðarstarf.

Krabbameinsfélagið þakka einnig fyrir sig og óska Guðna og hans fólki velfarnaðar í framtíðinni. „Tengsl Krabbameinsfélagsins og forsetaembættisins hafa verið sterk í gegnum tíðina. Frú Vigdís Finnbogadóttir varð verndari félagsins og frá árinu 2018 hefur félagið heimsótt Guðna Th. Jóhannesson árlega og fært honum fyrsta parið af Mottumarssokkum,“ segir í færslu félagsins. „Móttökurnar hafa alltaf verið afar góðar og stuðningur forsetans við átakið og starf félagsins ómetanlegur.“

Samtökin ´78 senda líka hlýjar kveðjur. „Í dag er síðasti dagur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsetahjónin hafa verið mikilvæg fyrir okkur í Samtökunum ’78 og sýnt stuðning sinn við hinsegin fólk á Íslandi með skýrum hætti undanfarin átta ár. Takk fyrir allt, Guðni og Eliza!“ segir í kveðju frá þeim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti