fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Ása Guðbjörg mætti með fjölskylduhundinn í réttarsal að styðja við meintan raðmorðingjann – Bar trúlofunarhringinn á hendinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 20:00

Ása Ellerup og börn hennar á blaðamannafundi fyrir framan húsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem grunaður er um sex óhugnaleg morð, mætti til að stuðnings sínum manni í dómsal í Long Island gær þar sem mál hans var tekið fyrir. Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal Daily Mail, gera talsvert úr mætingu hennar enda vekur það athygli að Ása hefur síðustu mánuði virst færast nær eiginmanni sínum á meðan mál hans velkist í kerfinu. Fljótlega eftir að fyrstu ásakanirnar komu fram, um hræðilegu glæpina sem hann átti að hafa framið, tilkynnti Ása að hún hefði sótt um skilnað frá Heuermann.

Undanfarið hefur hún hins vegar heimsótt eiginmann sinn reglulega í öryggisfangelsið þar sem hann dvelur sem og að vera til staðar í réttarsölum, þar sem Heuermann mun dvelja langdvölum á næstunni. Þá vakti það einnig athygli erlendra miðla að Ása var ekki ein á ferð. Hún mætti með fjölskylduhundinn Stewie sér til halds og trausts en börn hennar og Rex voru ekki viðstödd. Ása er sögð hafa setið aftarlega í dómssalnum með hundinn en hún brosti til blaðamanna en gaf ekki færi á spurningum.

Rew Heuermann

Gríðarlegt magn af sönnunargögnum

Tíminn í dómssalnum í gær snerist um það að saksóknaraembættið sem sækir málið var að leggja fram gríðarlegt magn nýrra sönnunargagna í málinu sem verjandi Rex þarf að kynna sér í framhaldinu og taka afstöðu til.  Það mun taka ærinn tíma en hermt er að hald hafi verið lagt á um 60 þúsund skjöl af gögnum á heimili Rex, alls eru 1.600 skýrslur frá rannsóknarstofum vegna málanna og niðurstöður DNA-rannsókna telja um 2.000 þúsund blaðsíður.

Við rannsókn málsins var lagt hönd á 27 tölvur af heimili og vinnustað Rex, 15 mismunandi tegundir af myndavélum, yfir 30 hörð drif, 46 farsíma, 17 spjaldtölvur, 42 USB-tæki og 36 SIM-kort.

Þá kom fram í réttarsalnum að saksóknaraembættinu hefðu borist yfir 7 þúsund ábendingar um ýmislegt sem tengist Rex Heuermann og meintum ódæðum hans.

Eins og komið hefur fram var Heuermann fyrst ákærður fyrir að hafa myrt Gilgó-fjórmenninganna Maureen Brainard-Barnes,25 ára,  Melissa Barthelemy, 24 ára,  Megan Waterman, 22 ára og hina 27 ára gömlu Amber Lynn Costello. Nokkru síðar bættust við ákærur vegna morðanna á Söndru Costilla, 28 ára, sem og á morðinu á Jessicu Taylor, 20 ára.

Beinist áframhaldandi rannsókn lögreglu meðal annars að því hvort að Heuermann beri ábyrgð á fleiri morðum.

Næsta þarf hinn meinti raðmorðingi að mæta fyrir dóm þann 16. október næstkomandi. Búast má við því að það gæti tekið 1-2 ár þar til réttað verður í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald