fbpx
Þriðjudagur 30.júlí 2024
Fréttir

Ný veðurspá boðar ekki góðar fréttir fyrir verslunarmannahelgina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 10:38

Ákveðnar breytingar er að sjá í spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar í morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Bliku, segir að breytingar sé að sjá í spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar frá því í gær.

Felast breytingarnar einkum í því að djúp lægð sem fer fyrir austan land verður nærgöngulli um leið og henni berst liðsauki eða aukinn kraftur á föstudag. Einar greinir frá þessu í nýjum pistli á vef Bliku en þar segir hann að spá GFS (bandarísku veðurstofunnar) sé enn á sömu línu og í gær.

„Sjáum á spákorti fyrir laugardag að lægðinni er nú spáð nánast uppi í landsteinunum. Og það sem er mest um vert að í stað þess að hún haldi áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands, hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli,“ segir Einar og birtir mynd máli sínu til stuðnings.

Hann segir að þetta hafi mikil áhrif, einkum þau að meira verður úr rigningunni og nýr bakki fær þar með vestur með suðurströndinni á laugardag.

„Minna verður úr hlýja loftinu norðan- og norðvestantil og meira þar líka úr vindi (NA-átt).  Miðað við þetta sleppur engin landshluti alveg við vætu. Mest suðaustantil og á Austfjörðum, en um norðvestanvert landið einkum framan af eða fram á laugardag, en síðan að líkindum alveg þurrt,“ segir hann.

Einar segir að spá GFS sé með öðrum brag og lægðin sé til dæmis fjarlægari og nái síður að draga í sig rakt loft sem fyrir er í suðri. Segir Einar að vegna þessa muni þeir sem skoða staðaspár af miklum móð sjá nokkurn mun á spám Veðurstofunnar og Bliku.

Hér má kynna sér spá Einars og skoða kortin sem hann birtir með pistli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vissu ekki að það væri byrjað að rukka við Kirkjufellsfoss – Fengu væna kröfu í heimabankann

Vissu ekki að það væri byrjað að rukka við Kirkjufellsfoss – Fengu væna kröfu í heimabankann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stal fötum af ferðamanni og klæddi sig í þau

Stal fötum af ferðamanni og klæddi sig í þau