fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Fréttir

Ingó veðurguð heldur ótrauður áfram giggum – „Mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 23:24

Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður, Ingó veðurguð, mun halda tónleika í Skógarböðunum í Vaðlaheiði gegnt Akureyri á laugardag.

Nokkrar athugasemdir hafa þegar verið skrifaðar við færslu á Facebook-síðu Skógarbaðanna þar sem tónleikarnir eru auglýstir, flestar af konum. „Best að hafa engar unglingsstelpur á svæðinu á meðan.“

Í færslu sem Ingó skrifaði fyrr í kvöld segir hann þrjú ár liðin frá því bylgja fór stað í samfélaginu þar sem hann var sagður einhver versti níðingur. Segir hann málið hafa tekið á sig og alla hans fjölskyldu og vini en hann hafi ákveðið í upphafi að halda sínu striki þar sem tíminn myndi leiða í ljós að sögurnar ættu ekki við rök að styðjast.

Segist hann hafa spilað fjölmörg gigg og alls staðar fengið góð viðbrögð en þurfi enn að standa í því að fólk sem hann þekkir ekkert til reyni að stöðva viðburði hans.

Segir hann löggjafann ekki verja neinn neteinelti og ofbeldi og fjölmiðlar glaða taka þátt í mannorðsmorðum þó þeir þurfi að beygja nokkrar siðareglur.

„Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið.
Ég varð að koma þessu frá mér því einhvern tímann hlýtur nóg að verða nóg.“

Færsla Ingó í heild sinni:

„Eins og sjá má verð ég með tónleika í Skógarböðunum fyrir norðan kl 16.30 á laugardag.
Ég verð svo með mörg gigg um helgina og held áfram ótrauður.

Nú eru samt sem áður komin 3 ár rúmlega frá því að einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur. Bylgja sem var byggð á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákváðu að skyldi birta.

Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt.

Ég hef reynt mitt besta og spilað mikið af giggum og fengið góð viðbrögð allsstaðar en er því miður enn að standa í því þegar eitthvað fólk sem ég hef aldrei hitt tekur sig saman og reynir að eyðileggja alla mína viðburði.

Ég get ekki annað gert en haldið áfram ótrauður og reynt að horfa framhjá þessu þar sem löggjafinn ver þig engan veginn fyrir neteinelti og ofbeldi og fjölmiðlar í dag taka glaðir þátt í mannorðsmorðum þó þeir þurfi að beygja nokkrar siðareglur.

Ég kannski ítreka í einn eitt skiptið af ég hef aldrei fengið a mig ákæru fyrir ofbeldisbrot og eftir 3 ár hefur einungis ein kona nafngreint mig í tengslum við slíkt en síðar kom í ljós að sú kona laug í hvert skipti sem hún opnaði munninn.

Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki.

Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið.
Ég varð að koma þessu frá mér því einhvern tímann hlýtur nóg að verða nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ný veðurspá boðar ekki góðar fréttir fyrir verslunarmannahelgina

Ný veðurspá boðar ekki góðar fréttir fyrir verslunarmannahelgina
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ferðamenn lýsa undarlegri tilfinningu eftir að hafa heimsótt Ísland 

Ferðamenn lýsa undarlegri tilfinningu eftir að hafa heimsótt Ísland 
Fréttir
Í gær

Ferðamaður sem heimsótti Ísland nýlega segir þetta hafa breyst til hins verra frá síðustu heimsókn árið 2015

Ferðamaður sem heimsótti Ísland nýlega segir þetta hafa breyst til hins verra frá síðustu heimsókn árið 2015
Fréttir
Í gær

Íslendingar vinna lengst í Evrópu – Karlar vinna fjórum árum lengur en konur

Íslendingar vinna lengst í Evrópu – Karlar vinna fjórum árum lengur en konur
Fréttir
Í gær

Stjórnlausir ungir menn handteknir af lögreglu

Stjórnlausir ungir menn handteknir af lögreglu
Fréttir
Í gær

Skortur á vinnuafli er stórt vandamál í Rússlandi

Skortur á vinnuafli er stórt vandamál í Rússlandi