fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fréttir

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk líkir þessari furðulegu kynningu borgarstjórans í fréttum við að korti af hverfinu hafi verið stillt upp, pílum kastað og svo tússað um þá staði sem pílurnar lentu á,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs og fulltrúi í íbúðaráði Grafarvogs, um þéttingu byggðar í Grafarvogi sem nýr borgarstjóri hefur boðað. 

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag, en fyrirhugað er að allt að 500 íbúðir muni rísa í Grafarvogi á næstu árum, sem hluti af átaksverkefni sem var hrint úr vör þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók við embætti. 

„Við þurfum að byggja upp úthverfin og ég er að gera nákvæmlega það sem ég sagðist vilja gera eftir kosningar og byggja fjölbreytt húsnæði, ekki bara blokkaríbúðir,“ segir Einar. Hann segir að efla þurfi húsnæðisuppbyggingu og það hafi áhrif á efnahagslegan stöðugleika, verðbólgu og hvort fólk sjái tækifæri í Reykjavík. „Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga.“

„Þegar þetta var kynnt með mikilli flugeldasýningu í sjónvarpinu af hálfu borgarstjóra þá voru rúmar þrjár vikur frá síðasta fundi í íbúaráði og ekkert var kynnt um þetta þar, það kom mér svolítið á óvart,“ segir Árni.  Segir hann íbúum brugðið yfir áformunum og marga á þeirri skoðun að þétting byggðar hafi gengið allt of langt. 

Einar segir að eftir sumarfrí verði haldinn fundur með íbúaráði Grafarvogs þar sem áformin verða kynnt. Segir hann að það liggi fyrir að það sé pláss í grunnskólunum í Grafarvogi og vitað sé að styrkja þurfi leikskólamálin samhliða þessari uppbyggingu. Allt skipulagsferlið sé eftir og þá þurfi að taka tillit til sjónarmiða nærsamfélagsins. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Í gær

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður
Fréttir
Í gær

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“
Fréttir
Í gær

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“
Fréttir
Í gær

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn vegna líkamsárásar

Handtekinn vegna líkamsárásar