fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 14:30

Lára og Ragnar Mynd af hjónunum: Lilja Jóns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Raggi höfum ítrekað lent í hættulegum aðstæðum þegar kokhraustir ökumenn bifreiða svína fyrir okkur, aka allt of nálægt okkur eða næstum á okkur því síminn þeirra hefur fangað athygli þeirra. Fólk hendir sígarettum út um glugga á ökutækjum sínum og hvar ætli þær lendi? Ef bíl er ekið of hratt á malarvegi og mótorhjól er fyrir aftan hann – tja, þá rignir..frekar óþægilegu grjóti,“

segir Lára Hrund Oddnýjardóttir Kaaber, en hún og eiginmaður hennar, Ragnar K. Garðarsson, eru á meðal fjölmargra mótorhjólamanna í umferðinni.

Í færslu sem Lára skrifar á Facebook segist hún vera með skilaboð til ökumanna „frá miðaldra konu á mótorhjóli“ og brýnir hún því til ökumanna að gera betur og hafa athyglina á akstrinum, ekki símanum.

„Sem farþegi á mótorhjóli þá sé ég og upplifi miklu meira en sá sem ekur, því ég er með óhindrað útsýni í allar áttir þ.m.t. inn í bílana sem eru í kringum okkur hverju sinni.

Það er ömurlegt að sjá hversu gríðarlegur fjöldi ökumanna um allt land ekur eins og þeir og allir hinir séu hreinlega ódauðlegir.

Síðastliðin fjögur ár hef ég fylgst grannt með hegðun ökumanna og komist að þeirri niðurstöðu að af hverjum 10 ökumönnum bifreiða í umferðinni innanbæjar og utan – þá eru 8 að horfa á símana sína við akstur – 8!!!“

Hjónin á mótorhjólinu
Mynd: Lilja Jóns

Segir Lára að ein eftirlætis afþreying og skemmtun þeirra hjóna á sumrin er að setjast á mótorhjólið þeirra og fara saman á rúntinn. „Hvalfjörður, Reykjanesið, Selfoss, Fljótshlíð og Grímsnes eru okkar eftirlætis áfangastaðir á sólríkum laugardögum.“

Bæði séu hjónin vel útbúin í fyrsta flokks Goritex hlífðarfatnaði með öllum nútíma vörnum og „hjálmarnir okkar eru búnir fjarskiptatækjum sem gera okkur kleift að vera í stöðugum samskiptum við hvort annað.“

Eiginmaðurinn Ragnar starfar sem atvinnubílstjóri og er búinn að aka mótorhjóli í áratugi og segir Lára hann fyrir löngu og alls ekki að ástæðulausu búinn að temja sér aksturslag sem einkennist af tillitssemi, varkárni og þeirri hugsun að allir hinir í umferðinni sjái hann ekki og/eða ætli að keyra á hann.

„Ökumenn á risastórum bílum og með enn stærri hjólhýsi í eftirdragi en ekki almennilega spegla – þeir sjá ekkert nema beint fram fyrir sig, má þá ætla að þeir sjái ekki mótorhjól á akrein við hliðina á þeim í hringtorgi. Ég gæti talið upp mun fleiri atriði, en skilaboðin mín með þessum pistli eru einfaldlega þessi:

Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin, því ef þú klessir á mig, þá eru allar líkur á að þú fáir sjokk sem situr í þér alla ævi og að ég meiði mig. Sleppum því takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri