fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fréttir

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna göngumanns sem hafði dottið á Bláhnjúk skammt sunnan Landmannalauga.

Þegar hópurinn kom að, var ljóst að erfitt yrði að bera viðkomandi frá slysstað vegna aðstæðna, en þarna er bratt og algengt að göngufólk slasi sig á þessum slóðum. Yfir úfið hraun er að fara og ljóst að flutningur myndi reyna óþarflega mikið á sjúklinginn.

Búið var um hinn slasaða á börum en í hóp Hálendisvaktar eru tveir sjúkraflutningamenn og í gönguhópnum var einnig læknir. Óskað var eftir því við Neyðarlínuna að þyrla yrði boðuð á staðinn til að flytja hinn slasaða af vettvangi.

Á meðan þyrla var á leið á vettvang þurfti hins vegar að flytja þann slasaða í börum úr mesta brattlendinu niður á stað sem þyrlan gæti lent. Björgunarfólk setti upp tryggingar og flutti sjúklinginn niður á áreyrar þarna nærri þar sem þyrlan svo lenti, sjúklingur borinn um borð og fluttur til aðhlynningar.

Meðfylgjandi er ljósmyndir frá aðgerð gærdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Í gær

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður
Fréttir
Í gær

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“
Fréttir
Í gær

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“
Fréttir
Í gær

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“