fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Fasteignaeigandi á Sauðárkróki varð furðu lostinn þegar hann skoðaði lóðamat nágranna sinna – Lærði mikilvæga lexíu um forsendur útreikninganna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaeigandi á Sauðárkróki var furðu lostinn þegar honum var tilkynnt um fyrirhugaða hækkun á fasteignamati fyrir árið 2023. Hann veitti því eftirtekt að samkvæmt nýja matinu var lóð hans metin á rúmar 8 m.kr en við nánari eftirgrennslan komst hann að því að sambærilegar lóðir í götu hans voru metnar mun lægra í sumum tilvikum eða lægst á um 4,5 m.kr.

Hann leitaði skýringa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem honum var greint frá því að lóðir eru ekki metnar til verðs bara út frá stærð, gerð og staðsetningu, heldur er líka horft til þeirra mannvirkja sem hafa verið reist á lóðinni. Þar með geti tvær jafnstórar lóðir á sama stað verið metnar með ólíkum hætti þar sem mannvirkin á þeim eru ólík. Lóðamat sé ekki sjálfstæð matseining heldur hlutfall af heildarfasteignamati eigna. Mætti því frekar segja að lóðamat væri áætlað miðað við heildarbyggingarmat frekar en sjálfa lóðarstærðina.

Maðurinn taldi að HMS hefði ekki lagaheimild til að reikan lóðamat með þessum hætti. Hann leitaði því til yfirfasteignamatsnefndar með mál sitt.

Yfirfasteignamatsnefnd rakti að samkvæmt reglugerð skal meta lóðir út frá sennilegu söluverði sambærilegra lóða. Við þetta mat megi horfa til margra ólíkra þátta svo sem hversu góðar samgöngur eru í nágrenni lóðarinnar, hversu langt er í helstu þjónustu og svo framvegis.

HMS reikni lóðamat íbúðarhúsa í þéttbýli sem hlutfall af grunnmati. Grunnmat lóðar margfaldað með lóðarstuðli viðkomandi svæðis. Við grunnmat er litið til þriggja þátta, stærðar lóðar og mannvirkis sem á henni er, hverrar gerðar mannvirkið er og svo á hvaða mats-eða undirmatssvæði fasteignin er staðsett.

Yfirfasteignamatsnefnd taldi að fasteignamat lóða eigi að taka mið af staðsetningu og ætluðum notum lóðarinnar og þar með tegund og gerð þeirra mannvirkja sem á lóðinni er að finna. Eins þurfi að horfa til annarra atriða sem hafa áhrif á lóðarverð svo sem staðsetningu og gerð. Það sé með öðrum orðum ekki nóg að meta lóð bara út frá gerð, staðsetningu og stærð. Þar með sé réttlætanlegt að lóðamat sé ólíkt hjá tveimur lóðum sem eru staðsettar hlið við hlið, ef mannvirkin á þeim eru mismunandi. Lóð sé órjúfanlegur þáttur heildareignarinnar og mannvirki verða jafnan ekki seld sérstaklega án lóðarinnar. Því þurfi að líta á mannvirki og lóð sem heild.

Því var mat HMS á lóð mannsins löglegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Í gær

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk