fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Tveir árásarmennirnir fyrir rétt á morgun eftir harðort bréf lögmanns – Yana lýsir barsmíðunum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. júlí 2024 21:30

Lífið breyttist á svipstundu eftir árásina. Loksins er komið skrið á málið í dómskerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af mönnunum sem réðust á íslensku fjölskylduna á Krít fyrr í mánuðinum munu mæta fyrir rétt á morgun. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skrifað gríska dómsmálaráðuneytinu bréf til að kvarta undan seinagangi lögreglunnar.

Hinn grísk-kanadíski fjölskyldufaðir og eiginmaður hinnar íslensku Yönu Sönu verður brátt útskrifaður af Venizelio sjúkrahúsinu í Heraklion á Krít, þar sem hann varð fyrir fólskulegri árás miðvikudaginn 17. júlí.

Að losna af spítala

Eins og DV greindi frá réðist fjögurra manna hópur á Emmanuel, Yönu og börn þeirra á bar eftir að einn mannana hafði rekið logandi sígarettustubb í Emmanuel. Öll hlutu þau áverka en Emmanuel langalvarlegustu. Nef og kjálkabrotnaði hann og þurfti að gangast undir aðgerð til að fá súrefni í gegnum hálsinn.

Grískir miðlar greina nú frá því að Emmanuel losni brátt á spítalanum en að hann muni þurfa að koma þangað daglega í einhvern tíma í eftirfylgni eftir aðgerðina. Að sögn lækna mun það taka hann að minnsta kosti eitt ár að jafna sig af áverkunum.

Grísk, kanadísk og íslensk stjórnvöld hafa öll skipt sér af málinu, og margir hafa furðað sig á hvers vegna rannsókn málsins gangi svo hægt. Til að mynda var enginn gerandi handtekinn í málinu þrátt fyrir að borið hefði verið kennsl á tvo þeirra og myndband úr öryggismyndavélakerfi barsins sýndi upphaf átakanna. Hefur lögreglan á Krít legið undir ámæli vegna þessa.

Bréf hafði áhrif

Mennirnir tveir, sem taldir eru vera góðkunningjar lögreglunnar, mæta fyrir rétt á morgun. Samkvæmt miðlinum Protothema hafði bréf sem Manolis Troulis, lögmaður fjölskyldunnar, sendi til dómsmálaráðherra Grikklands mikil áhrif.

Sjá einnig:

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Í téðu bréfi fordæmdi lögmaðurinn lögregluna í Heraklion og sagði að hún hefði ekki sýnt neinn vilja eða frumkvæði til þess að bera kennsl á eða handtaka mennina fjóra sem réðust á skjólstæðinga hans.

„Þessi töf á útdeilingu réttlætisins er algjörlega óviðunandi,“ sagði Troulis í bréfinu. „Umbjóðandi minn hefur liðið ólýsanlegar kvalir og fjölskylda hans lifir í ótta. Við krefjumst aðgerða án tafar til þess að fá réttlæti.“

Kýldu Yönu í andlitið

Í viðtali við Protothema varpar Yana, sem er upprunalega frá Úsbekistan en er með íslenskan ríkisborgararétt og var lengi búsett hér, ljósi á hvað árásarmennirnir gerðu við hana.

Yana segir að þeir hafi hrint sér og svo kýlt sig í andlitið. Henni hafi blætt og svimað en á sama tíma hafi hún verið að reyna að komast að því hvað væri að koma fyrir fjölskyldu sína. Hún sá ekki vel hvað var að gerast, aðeins að Emmanuel hefði horfið í hafsjó af „skrímslum.“

Það mun taka Emmanuel ár að jafna sig hið minnsta.

„Það eina sem ég gat hugsað um var öryggi fjölskyldu minnar. Hvar er dóttir mín? Hvar eru synir mínir? Hvar er Emmanuel?“ sagði Yana við miðilinn. Öskur barna hennar hafi yfirgnæft allt en enginn gat komið til aðstoðar. Enginn gerði neitt. „Ég gat heyrt í dóttur minni öskra, allt var svo óraunverulegt,“ sagði hún en dóttir hennar er 14 ára gömul.

Sagðist Yana hins vegar hafa séð þegar Emmanuel var laminn í andlitið með stól. Féll hann til jarðar eftir það. Það var versti parturinn. „Hann var meðvitundarlaus en þeir héldu áfram að sparka í hann. Ég var stjörf af hræðslu,“ sagði Yana.

Vill mennina í fangelsi

Yana sagði að hver dagur eftir árásina væri barátta. Sólin væri dimm og allur matur bragðlaus, bragðaðist eiginlega eins og eitur. Hún upplifiði lítið annað en sorg og raunveruleikinn væri aftengdur. Sársaukinn og óttinn væru viðvarandi.

Sjá einnig:

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

„Trúuðu og kristnu fólki er kennt að fyrirgefa þeim sem gera mistök. En þessir árásarmenn eru með vafasama fortíð og eru hættulegir ferðamönnum og heimamönnum. Þeir hæðast að og hrella fólk og koma fólki sífellt í hættu. Þess vegna eiga þeir skilið að fara í fangelsi,“ sagði Yana.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi