fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fréttir

Skortur á vinnuafli er stórt vandamál í Rússlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 07:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á framboð vinnuafls í Rússlandi því það segir auðvitað til sín að mörg hundruð þúsund karlar eru sendir á vígstöðvarnar. Ekki bætir það stöðuna að margir þeirra eiga ekki afturkvæmt.

Nú vilja ráðamenn í Kreml loka fyrir straum innflytjenda frá Mið-Asíuríkjum en hagfræðingar vara við þessum fyrirætlunum og segja þær allt annað en snjallar eins og staðan er í dag.

Það er slegist harkalega í Moskvu um að vera talinn harðasti Rússinn, maðurinn með hörðustu afstöðuna til stríðsins, til Vesturlanda og eiginlega bara allra málaflokka.

Einn þeirra sem verður að teljast líklegur kandídat til að hljóta titilinn er Aleksandr Bastrykin. Hann er sjötugur og hefur árum saman verið formaður rannsóknarnefndarinnar sem er stofnun sem má kannski einna helst líkja við bandarísku alríkislögregluna FBI.

Jótlandspósturinn segir að hann hafi gagnrýnt harkalega skort á eftirliti með farandverkafólki en málefni þess hafa verið mjög í sviðsljósinu í Rússlandi að undanförnu eftir að hópur öfgamanna frá Tadkistan myrti tugi manna í tónleikasalnum Crocus City Hall í Moskvu.

Bastrykin hefur gagnrýnt ákæruvaldið og þingið harkalega fyrir að leiða þennan vanda hjá sér og segja rússneskir fjölmiðlar að þetta hafi gert að verkum að nú sé þingið að vinna að 25 lagafrumvörpum sem eiga að herða reglurnar á þessu sviðið.

Það er af nógu af taka ef það á að taka á þessum málum af alvöru því það eru að minnsta kosti 10 milljónir innflytjenda í Rússlandi, hugsanlega eru þeir mun fleiri, að mati sérfræðinga. Talið er að 70-80% þeirra séu frá Mið-Asíu.

Bastrykin vill að fólkið verði sent heim en þó ekki það sem hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt, það á að senda á vígvöllinn í Úkraínu.

En hagfræðingar og atvinnurekendur súpa hveljur yfir þessum hugmyndum og segja að ef þetta verður gert geti það haft miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir vinnumarkaðinn sem er nú þegar kominn að þolmörkum.

Síðan stríðið hófst hefur orðið mikil fjölgun á störfum sem eru ómönnuð og í mörgum þjónustustörfum og almenningssamgöngum eru Rússar háðir innflytjendum.

Rússneskir hagfræðingar segja að um síðustu áramót hafi vantað 4,8 milljónir manna á rússneska vinnumarkaðinn. Atvinnuleysi mælist 2,6% á landsvísu en í stóru borgunum er skortur á vinnuafli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL
Fréttir
Í gær

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“