Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, að vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, verði leystur frá störfum tímabundið.
Vísir greindi fyrst frá.
Ástæðan er kæra samtakanna Solaris á hendur Helga Magnúsi vegna ummæla um innflytjendur, flóttafólk og samtökin sjálf. Telja samtökin að ummæli hans dagana 16. og 19. júlí feli í sér rógburð og smánun vegna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum.
Í frétt Vísis um málið er haft eftir Helga Magnúsi að samstarfsfólk hans hafi fréttirnar á undan honum. Telur hann það vera brot á trúnaðarskyldu Sigríðar gagnvart honum.