fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fréttir

Íslendingar vinna lengst í Evrópu – Karlar vinna fjórum árum lengur en konur

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. júlí 2024 18:30

Íslendingar eru vinnualkar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal Íslendingur vinnur í 45,7 ár af ævi sinni. Þetta er langlengsta vinnuævi nokkurrar þjóðar í Evrópu. Karlmenn vinna lengur en konur.

Íslendingar vinna lengur en aðrir Evrópubúar. Á undanförnum árum hefur vinnuævi Íslendinga þó styst aðeins. Árið 2016 var hún 47,4 ár. Íslendingar hafa trónað á toppnum í nokkuð mörg ár. Þetta kemur fram í gögnum frá tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat.

Í öðru sæti á eftir Íslendingum koma Hollendingar með 43,7 ár og svo Svíar með 43,1. Stysta meðal vinnuævin er í Tyrklandi, aðeins 29,9 ár. Hver Íslendingur vinnur því um 16 árum lengur en hver Tyrki.

Ýmislegt skýrir þetta. Meðal annars að Íslendingar eru með háan eftirlaunaaldur miðað við flesta Evrópuþjóðir, það er 67 ára eins og í Danmörku, Noregi, Ítalíu og Grikklandi. Í Bretlandi er hann 66 ár, 65 í Þýskalandi og Spáni og aðeins 62 í Frakklandi. Víða er eftirlaunaaldur lægri hjá konum en körlum og getur munað allt að fimm árum.

Aðrar breytur eru há meðalævilengd, löng vinnuvika og fjárhagslegir hvatar til þess að vinna áfram.

Karlar vinna 4 árum lengur

Í tölunum kemur líka fram að íslenskir karlar vinna mun lengur en íslenskar konur, það er fjórum árum lengur. Karlar vinna í 47,6 ár en konur í 43,6 ár þó að eftirlaunaldurinn sé í báðum tilvikum 67 ár og konur lifi almennt lengur en karlar.

Þetta er sami munur og mælist í Póllandi, þar sem eftirlaunaaldur kvenna er fimm árum lægri en karla.

Ýmislegt skýrir þetta, svo sem barneignir. En almennt taka konur lengra barneignaorlof en karlar. Einnig er algengara að konur séu í hlutastörfum og sinni fjölskyldu.

Lengri dagar í „karlastörfum“

Svipaðar tölur sáust í tölum Eurostat á síðasta ári þegar vinnuvikan var mæld. Vinnuvika íslenskra karla er 42,2 klukkutímar á viku að meðaltali en vinnuvika kvenna 35,3 tímar.

Sjá einnig:

Íslenskir karlar vinna sjö tímum lengur en konur – Bændur og sjómenn vinna lengst

Skiptir einnig máli að störf sem karlar sækjast meira í en konur hafa almennt lengri vinnuviku en störf sem konur sækjast meira í. Lengsta vinnuvikan er hjá sjómönnum og bændum, 53,9 tímar. Vinnuvikan er einnig löng hjá byggingarverkamönnum og bílstjórum svo dæmi séu tekin.

Vinnuvikan er styttri hjá til dæmis kennurum, starfsfólki veitingastaða og hótela og verslunarfólki.

Vinna 10 árum lengur en Evrópumenn

Meðal vinnuævi í Evrópu hækkaði sífellt til ársins 2020 þegar hún lækkaði í fyrsta skipti. Var það vegna COVID-19 faraldursins. Meðal vinnuævin í Evrópu er 36,9 ár. Næstum 10 árum styttri en á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skortur á vinnuafli er stórt vandamál í Rússlandi

Skortur á vinnuafli er stórt vandamál í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Úkraínsk drónaárás rétt við norsku landamærin

Úkraínsk drónaárás rétt við norsku landamærin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðurspáin fyrir versló er komin: Hvar verður besta veðrið?

Veðurspáin fyrir versló er komin: Hvar verður besta veðrið?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar setja upp verk Hildar og Philip án leyfis – „Notkun tónlistar og nafns míns án leyfis er þjófnaður“

Rússar setja upp verk Hildar og Philip án leyfis – „Notkun tónlistar og nafns míns án leyfis er þjófnaður“