fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fréttir

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. júlí 2024 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaða af háhyrningum réðst að skútu í Miðjarðarhafi, skammt fyrir utan Gíbraltar, og sökktu henni með því að gera linnulausar árásir á hana í rúmar tvær klukkustundir. Eigandi skútunnar, Robert Powell, og áhöfn hans höfðu aðeins siglt í um 22 klukkustundir þegar árásin átti sér stað en ferðinni var heitið frá Portúgal til Grikklands.

Í viðtali við breska fjölmiðlafyrirtækið SWNS segir Robert að háhyrningarnir hafi greinilega ekki verið að leika sér heldur verið ákveðnir í að sökkva bátnum og vitað nákvæmlega hvernig þeir ættu að fara að því. Þeir hafi umkringt bátinn eins og úlfar og skipst á að láta höggin dynja á honum. Þá hafi þeir einbeitt sér að stýri bátsins til að byrja með og gert bátinn þannig stjórnlausan. Eftir að það var tryggt hafi háhyrningar skipt liði og hver og einn einbeitt sér að árásum á kjöl skútunnar.

Powell segir að um ógnvekjandi reynslu hafi verið að ræða en hann hafi reynt ýmislegt til að fæla háhyrninganna frá bátnum. Hent flugeldum fyrir borð og reynt að slökkva á öllum vélum til að láta þá missa áhugann á skútunni. En allt kom fyrir ekki og eftir rúmlega 90 mínutur af árásum hafi loks komið gat á kjöl skútunnar og vatn flætt inn. Þá hafi verið útséð með örlög skútunnar og hún sökk að lokum niður á hafsbotn. Skömmu áður hafði spænskt björgunarskip komið Powell og bátverjum hans til bjargar.

Nokkuð reglulegar fréttir hafa borist af háhyrningum sem ráðast á báta og skip í Miðjarðarhafi. Powell segist sannfærður um að hópurinn sem réðst á hann séu þaulreyndir í slíkum árásum og telur hann ekki langt að bíða að alvarlegra atvik,  í stríðinu milli skipverja og háhyrninga, eigi sér stað.

Hér má sjá myndband af skútunni þegar hún er við það að sökkva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uppnám í litlum grænlenskum bæ vegna tveggja ísbjarnaheimsókna – „Fólk er bara í sjokki“

Uppnám í litlum grænlenskum bæ vegna tveggja ísbjarnaheimsókna – „Fólk er bara í sjokki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm í gæsluvarðhaldi eftir stóra rassíu – Mikið af fíkniefnum og þrjár milljónir í seðlum haldlögð

Fimm í gæsluvarðhaldi eftir stóra rassíu – Mikið af fíkniefnum og þrjár milljónir í seðlum haldlögð