fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sykursýkislyf auglýst á samfélagsmiðlum – „Sala á lyfseðilsskyldum lyfjum er bönnuð og það á að tilkynna hana til lögreglu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. júlí 2024 10:30

Skortur er á lyfjunum í heiminum út af mikilli áskókn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að fólk kaupi og selji sykursýkislyf, sem notuð hafa verið við þyngdarstjórnun, á netinu. Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk að tilkynna slíkt til lögreglu. Mál sem þessi hafa ekki enn þá komið á borð lögreglunnar.

Um er að ræða lyf á borð við ozempic, saxenda og wegovy, stungulyf sem notuð eru til að stýra blóðsykri en hafa einnig virkað til megrunar. Lyfin hafa verið gríðarlega vinsæl en ekki fá allir lyfin sem vilja.

Dæmi eru um að einstaklingar bjóði lyfin á samfélagsmiðlum og eftirspurnin er augljóslega til staðar.

Beri að tilkynna til lögreglu

Að mati Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, er málið alvarlegt. Hættulegt sé að taka þessi lyf án ávísunar.

„Sala á lyfseðilsskyldum lyfjum er bönnuð og það á að tilkynna hana til lögreglu,“ segir hún. „Lyfseðilsskyld lyf eru ætluð þeim einstaklingi sem fær lyfið. Það geta verið alls konar hlutir sem hafa áhrif á það hvers vegna þessi einstaklingur fær þetta lyf sem hentar ekki öðrum.“

Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Mynd/Lyfjastofnun

Enn sem komið er hefur þó verslun einstaklinga með sykursýkislyf ekki komið inn á borð lögreglu. DV hafði samband við Guðmund Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði að engin slík mál hefðu komið upp.

Skortur í heiminum

Vegna þess hversu vel hefur gengið hjá fólki að léttast á lyfjunum er mikil ásókn í þau á heilbrigðisstofnunum. En margt fólk fær neitun.

„Þessi lyf eru ætluð fyrir fólk með týpu 2 sykursýki, til viðbótar við önnur sykursýkislyf eða að það er ekki hægt að nota einhver önnur lyf. Þau hafa áhrif á þyngd, með matarræði og hreyfingu, en þau eru aðeins ætluð einstaklingum með týpu 2 sykursýki. Þau eru ekki ætluð til þyngdarstjórnunar. Það er notkun utan ábendinga,“ segir Rúna. Þess vegna sé neitað. Fólk uppfylli einfaldlega ekki skilyrðin.

„Það er skortur á þessum lyfjum í heiminum vegna mikillar ásóknar í lyfin utan ábendinga, það er við þyngdarstjórnun,“ segir Rúna og að verið sé að reyna að bregðast við þessu. „Það er verið að senda út bréf til heilbrigðisstarfsmanna um að brýna að þessi lyf séu aðeins notuð við sykursýki,“ segir hún.

Tímabundin virkni

Þá hafa þessi lyf tímabundna virkni að sögn Rúnu.

„Lyfin hafa áhrif á hormónakerfið. Um leið og töku lyfsins hættir þá hverfa áhrifin á hormónakerfið,“ segir hún.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“