fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

„Ofbeldi er ekki náttúruhamfarir það er mannanna verk“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 15:12

Drífa Snædal Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Druslugangan var gengin í tólfta sinn í dag, í Reykjavík og  á Borgarfirði eystra, á Bræðsludeginum.  Dagskrá er enn  í gangi á báðum stöðum.

Drífa Snædal, talskona Stígamóta hélt ávarp í druslugöngunni á Borgarfirði Eystri, en um helgina er þar haldin tónlistarhátíðin Bræðslan.
Drífa Snædal
Mynd: Facebook
Ræðu Drífu má lesa í heild sinni hér:

„Til að geta upprætt kynferðisofbeldi þurfum við að ímynda okkur heim án þess, en sá heimur hefur aldrei verið til. Aldrei nokkurs staðar nokkurn tímann. Sumt fólk vill meina að það sé ómögulegt að ná slíkri veröld en við erum alltaf að gera hið ómögulega á hverjum degi og búa til heim sem ekki var til fyrir. Nú skulum við ímynda okkur heiminn án kynferðisofbeldis:
Það er heimur þar sem virði fólks og friðhelgi er virt, ákveðin kyn eru ekki sett skör lægra en önnur, fólk, óháð kyni upplifir öryggi, fólk er ekki notað, misnotað, keypt og selt til hagsbóta fyrir aðra því fólk er ekki söluvara og ekki til misnotkunar. Konur fá ekki þau skilaboð að þær séu minna virði, hvorki á vinnumarkaðinum eða í lífinu sjálfu. Það er ekki búið að skilyrða þær í gegnum öráreiti eða hreinlega ofbeldi frá unga aldri til að vera til notkunar fyrir karla.
Það þarf beinlínis að hafa fyrir því að hugsa sér heim án kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis því hann er allt of fjarlægur, því miður. Það eru fáar vísbendingar um að við séum að þróast í rétta átt.
Við þekkjum hins vegar vörðurnar á leiðinni því við erum að reisa þær jafn óðum þó endamarkið sé í þoku. Í dag stöndum við hjá einni slíkri vörðu, núna, hér og nú. Þar sem við komum saman og höfum hátt, segjum að enginn nokkurn tímann eigi að vera beittur ofbeldi, sama af hvaða kyni, gerð eða klæðaburði. Það er ekki hægt að réttlæta ofbeldi eða draga úr því með einhverjum stimplum. Aldrei.
Tvær stærstu vörðurnar eru viðurkenning á ofbeldi og að þau eða þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingunum af því. Þar eigum við langt í land. Ef við ætlum að þokast áfram þurfum við að hætta að hampa ofbeldismönnum. Drengir þurfa að vita að það er ekki nóg að vera góður í fótbolta, þú þarft líka að vera almennileg manneskja. Það eru ekki mannréttindi að vera frægur og standa í sviðsljósinu ef þú hefur beitt ofbeldi. Það eru ekki mannréttindi að fá að ríða ef það meiðir aðra manneskju. Það er ekki í lagi að klám sem niðurlægir konur, trans fólk og aðra minnihlutahópa elti börnin uppi á netinu og skekkir sýn á mannleg samskipti. Það er hins vegar raunin og fjöldi barna; stelpur, strákar og stálp fá þau skilaboð að hálstak og sársauki sé hluti af kynlífi sem skuli beitt og þolað. Þar með sviptum við þau fegurðinni við að uppgötva sjálf hvert annað.
Við erum á tímapunkti þar sem það er heldur ekki nóg að trúa þolendum og aðstoða þá í gegnum Stígamót, Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð, Sigurhæðir, Aflið, Bjarmahlíð og fjölda annarra samtaka. Við þurfum að beina kastljósinu að gerendum því ef við gerum það ekki heldur ofbeldið áfram. Við verðum líka að viðurkenna að gerendur og ofbeldismenn geta verið okkur nánir eða menn sem við lítum upp til í leik og starfi. Og við þurfum að kalla þá til ábyrgðar, í gegnum hið formlega réttarkerfi eða með öðrum hætti. Á meðan ofbeldi hefur engar afleiðingar þá heldur það áfram, svo einfalt er það.
Þess vegna er ekki nóg að standa hér og segja, ég trúi þolendum! Við stöndum hér og segjum ofbeldismenn og einungis ofbeldismenn bera ábyrgð á ofbeldi. Ofbeldi er ekki eitthvað sem kemur fyrir þolendur, það er eitthvað sem einhver beitir. Ofbeldi er ekki náttúruhamfarir það er mannanna verk. Það er óþægilegt að gera ofbeldismenn ábyrga og þægilegra að líta á það sem eitthvað sem bara gerist en þannig komumst við ekkert áfram.
Það er ekki náttúrulögmál að ofbeldi sé fylgifiskur hátíða. Það er til fyrirmyndar þegar skipuleggjendur og heimafólk kemur saman og gefur tóninn og setur ábyrgðina á réttan stað. Það er gert í yfirlýsingu Bræðslunnar með einföldum skilaboðum sem ég tek undir.
Ekki vera grasasni!
Sjálfsagt að vera drusla – bara ekki grasasni.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var uppi í sumarbústað þegar hann vann 54 milljónir króna

Var uppi í sumarbústað þegar hann vann 54 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Jón Bjarni útskýrir hátt bjórverð á Íslandi – „Þetta er í rauninni afskaplega einfalt“

Jón Bjarni útskýrir hátt bjórverð á Íslandi – „Þetta er í rauninni afskaplega einfalt“
Fréttir
Í gær

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku
Fréttir
Í gær

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur: Þetta hefur breyst síðan hann skrifaði færsluna sem vakti athygli margra 

Grímur: Þetta hefur breyst síðan hann skrifaði færsluna sem vakti athygli margra 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“