fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Jónsson, markaðs- og stjórnunarfræðingur, markþjálfi og rithöfundur, segist hafa velt fyrir sér að fara með konunni á hótel hérlendis en snarhætt við þegar hann sá verðið. Ferð til London með öllu tilheyrandi var tugþúsundum ódýrari og veltir Ingvar fyrir sér af hverju er ekki íbúa-afsláttur hér eins og tíðkast víða erlendis.

„Ég var að velta því fyrir mér að fara 2 nætur með konunni á Hótel Húsafell og fara í stutta snjósleðaferð á laugardaginn – en ekki lengur.

Það er 43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London, gista á Best Western í Hyde Park með morgunmat og skella okkur á ABBA-Voyage sýninguna á laugardaginn,“ 

segir Ingvar í færslu á Facebook.

Ingvar Jónsson
Mynd: Facebook

Hann segir þau hjónin þó ekki á leið erlendis, en það sé athyglisvert að þegar komi að hjónahelgum „þá er Ísland varla inni í myndinni hjá okkur – þó svo að við búum hér.“ 

Hann segir færslu sína hvorki vera gagnrýni á Hótel Húsafell né vélsleðaferðirnar „heldur er ég bara að benda á þá staðreynd að mögulega gæti ferðaþjónustan fangað athygli fleiri Íslendinga með íbúa-afslætti eins og þekkist á Spáni, USA og víða annars staðar.“ 

DV ákvað að kanna málið og valdi helgi af handahófi, helgina 30. ágúst til 1. september, það er föstudag til sunnudags. Athugið að ekki gekk að velja núverandi helgi, þar sem kom upp að ekkert flug væri í boði heim á sunnudag og næsta helgi var með mun dýrara heimflug en aðrar helgar sem framundan eru.

Hótel Húsafell, 2 nætur fyrir 2
Standard herbergi kemur upp með fjögur verð, morgunverðarhlaðborð innifalið:
116.000 kr.
137.312 kr.
116.715 kr.

Vélsleðaferð laugardag 31. ágúst fyrir tvö: 63.980 kr.

Verð samtals fyrir 2: 179.980 kr. – 201.292 kr. 

Við kostnað bætist aksturskostnaður, kvöldmatur föstudag og laugardag og annað sem fellur til. 

London, 2 nætur fyrir 2
Flug með Play: 86.880 kr. með aðeins handfarangur, gjaldfrjáls sæti og forfallatryggingu sleppt.
Gisting á Best Western í Hyde Park: 73.583 kr. – 131.315 kr.
ABBA Voyage laugardag 31. ágúst fyrir tvo : 25.440 kr. – 113.684 kr.

Verð samtals fyrir 2: 185.903 kr. – 331.879 kr.

Við kostnað bætist aksturskostnaður, kvöldmatur föstudag og laugardag og annað sem fellur til.

 

 

Í verðdæmi DV er ferðin til London fyrir tvo dýrari en ferðin innanlands, þar munar þó aðeins 5.923 kr., en í tilviki Ingvars. Eflaust má síðan finna aðrar helgr sem eru á sama verði eða ódýrari. Verður að teljast allfurðulegt að helgarferð til útlanda sé á sama verði eða ódýrari en að keyra hér innanlands í 2-3 klst. til helgardvalar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti