fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Guðni spyr hvort Ísland verði stærsti ruslahaugur Evrópu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir það alls ekki vera einkamál Hafnarfjarðar, heldur allrar þjóðarinnar, ef fluttar verða inn milljónir tonna af koldíoxíði og þeim dælt ofan í jörðina hér á landi. Fyrirtækið Carbfix hyggst byggja hér upp móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir C02 en ljóst er að verkefnið verður mjög umfangsmikið verði það að veruleika. Til dæmis þarf að reisa nýja höfn í Straumsvík sem gæti kostað fleiri milljarða króna.

Guðna líst ekki vel á verkefnið eins og glögglega kemur fram í aðsendri grein eftir hann í Morgunblaðinu í dag.

„Hvert erum við Íslend­ing­ar komn­ir og hvert ætl­ar græðgin að leiða okk­ur? Á Ísland að taka við CO2 frá verk­smiðjum í Evr­ópu og dæla hér ofan í jörðina? Nú eru stjórn­völd í Hafnar­f­irði sögð ginn­keypt fyr­ir því að flytja hingað þrjár millj­ón­ir tonna af C02 og dæla ofan í móður jörð við Hafn­ar­fjörð,“ segir Guðni sem bætir við að sjálfsagt séu miklir peningar í boði fyrir að taka við þessum úrgangi og farga honum. Hann veltir þó fyrir sér áhrifunum af verkefninu.

Hver verða áhrifin?

„Hver verða um­hverf­isáhrif­in, verði þetta verk­efni að veru­leika? Hvaða áhrif hef­ur það á grunn­vatns­stöðuna, líf­ríkið og jarðskjálfta­virkni frá bor­hol­un­um sem verða alls 80 þegar verk­efnið er komið í fulla virkni? Verður lífi og heilsu fólks ógnað? Risa­höfn mun rísa í Straums­vík, meng­andi risatank­skip verða í flutn­ing­um með úr­gang­inn til förg­un­ar í Hafn­ar­fjörð frá Evr­ópu. Verk­efnið þarfn­ast raf­magns og jarðhita í stór­um stíl. Hverj­um leyf­ist að taka svona ákvörðun og hvað mun fylgja í kjöl­farið? Verður Ísland kannski einn stór ruslahaug­ur sé landið opið fyr­ir hverju sem er?“

Guðni segir að Ísland sé einstakt, hafið í kringum landið hreint og landið á allt öðru stigi en öll önnur lönd heimsins þegar kemur að hreinleika.

„Vatns­leysu­strönd­in ber nafn með rentu; hún leys­ir vatn fram og ferskvatns­árn­ar sem renna til sjáv­ar neðanj­arðar eiga ekki sinn líka. Verður þess­ari auðlind fórnað? Sams kon­ar ferskvatns­ár renna neðanj­arðar um Ölfusið í Sel­vog­inn til sjáv­ar, þar er haf­in sala og nýt­ing á vatn­inu, þúsund ára gömlu.“

Spyr hvort allt sé falt fyrir peninga

Guðni spyr hvort íbúar Hafnarfjarðar eigi að taka þessu þegjandi þegar enginn veit hver langtímaáhrifin af svona raski verða. „Málið er svo alls ekki einka­mál Hafn­ar­fjarðar, þetta er mál þjóðar­inn­ar. Hver verður næsta krafa um að taka við úr­gangi í okk­ar hreina land? Er allt falt fyr­ir pen­inga,“ spyr hann.

Guðni segist telja að ekkert fyr­ir­tæki, eng­inn ein­stak­ling­ur og eng­in sveit­ar­stjórn geti tekið svona ákvörðun.

„Þetta mál er svo stórt að bæði rík­is­stjórn og Alþingi ber að fjalla um verk­efnið. Þessu verk­efni fylg­ir áhætta og það leiðir af sér enn stærri nátt­úru­spjöll og mis­kunn­ar­leysi gagn­vart okk­ar ein­staka landi, verði það að veru­leika,“ segir Guðni sem beinir eftirfarandi spurningu að lokum til Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar: „Hvað fær Hafn­ar­fjörður fyr­ir að taka þessa áhættu?“

Rósa sagði í viðtali við RÚV í byrjun þessa mánaðar að ekki væri tímabært að boða til íbúakosningar um Coda Terminal-verkefni Carbfix að svo stöddu. Hún segir að enn sé margt óútkljáð í verkefninu og kvaðst skilja umræðuna sem farið hefur af stað um verkefnið. „Þeir þurfa að sannfæra okkur um að þetta sé hættulaust og á meðan þau skilaboð komast ekki skýrar til skila en raun ber vitni þá skilur maður að umræðan sé á þessum stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar