fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilhæfulausar lögheimilisskráningar hafa verið töluvert í fréttum undanfarið en mál af slíku tagi sem eru til meðferðar hjá Þjóðskrá skipta þúsundum.

Í morgun ræddi DV við konu sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún er rúmlega sextug og býr í eigin húsnæði á Suðurlandi. Einn daginn fékk hún tilkynningu frá Þjóðskrá um að ókunnugur aðili hefði skráð lögheimili sitt í hús hennar. Er hún hafði samband var henni tjáð að annar maður væri líka skráður með lögheimili sitt hjá henni en hún hafði ekki fengið tilkynningu um skráninguna.

„Það voru iðnaðarmenn að vinna hér í húsinu, að skipta um þak, og einn af þeim skráði sig hjá mér. En ég hef ekki hugmynd um hver hinn er,“ segir konan.

Konan er öryrki og segir hún að þetta hafi valdið henni skerðingu á heimilisuppbót. Mál hennar er nú komið í ferli hjá Þjóðskrá og er unnið að því að afskrá mennina af heimili hennar. En það getur tekið tíma.

„Þjóðskrá er með nokkur þúsund mál í gangi út af þessu. Fólk er bara ekki að fatta þetta,“ segir konan. Aðspurð segist hún ekki vita hvað hún hafi orðið fyrir mikilli skerðingu vegna málsins. „Ég er einmitt að fara að athuga það í dag.“

Fjallað var um þessi mál á Bylgjunni í morgun og rætt við Soffíu Svanhildar-Felixdóttur, deildarstjóra þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá. „Þetta eru mál sem koma oft inn á borð til okkar þannig að við fyrir nokkrum mánuðum síðan ákváðum að gera þetta auðveldara fyrir þinglýsta eigendur. Þess vegna er þessi borði þarna efst á okkar síðu þannig að núna geta þinglýstir eigendur bara skráð sig inn á einfalt form, fengið þar upp lista yfir alla sem skráðir eru með lögheimili í eign sem þeir eru skráðir þinglýstir eigendur að og í rauninni merkt í burtu þá sem þeir kannast ekki við að búi í sinni eign,“ segir Soffía. Sjá nánar hér.

Soffía segir að eftir að eigandi hefur merkt í burtu aðila sem hann kannast ekki við að búi í eign hans fari ákveðin málsmeðferð af stað hjá Þjóðskrá. „Við þurfum að hafa samband við einstaklinginn sem er skráður því það koma alveg upp tilvik þar sem þeir einstaklingar geta sannanlega staðfest að þeir búi í þessari eign. Þannig að við óskum þá eftir gögnum fyrir því og gefum fólki frest, það er bara frestur samkvæmt stjórnsýslulögum. Og ef fólk getur ekki aflað gagna eða sannað búsetu í skráðu lögheimili þá skráum við fólk af því lögheimili.“

Soffía staðfestir að ekki þurfi leyfi eiganda húsnæðis til að skrá lögheimili sitt þar. Hins vegar hafi lögum verið breytt á þann veg að nú sendir Þjóðskrá eiganda húsnæðis tilkynningu þegar einhver skráir lögheimili sitt þar:

„Lögunum var breytt á þann hátt að nú þarf Þjóðskrá í hvert sinn sem einhver skráir lögheimili í eigninni þinni að senda þér tilkynningu um það um leið og það gerist, með leiðbeiningum um hvernig þú skulir hlutast til um þá skráningu, sé hún röng. Ef gerð er athugasemd þá fer af stað þessi málsmeðferð, þú skráir þig inn á þetta form og þetta mál er komið inn á borð til okkar.“

Soffía segir aðspurð að fjöldi mála af þessu tagi séu í vinnslu. Ennfremur að rangar lögheimilisskráningar geti haft áhrif á bætur. Hins vegar sé Þjóðskrá í góðu sambandi við Tryggingastofnun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem sér um húsaleigubætur, varðandi það að leiðrétta upplýsingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir
Fréttir
Í gær

Íslensk hjón geta ekki selt húsið sitt vegna þess að ókunnugt fólk hefur skráð lögheimili sitt þar

Íslensk hjón geta ekki selt húsið sitt vegna þess að ókunnugt fólk hefur skráð lögheimili sitt þar
Fréttir
Í gær

Ólga í íslenska jazzheiminum og ásakanir um karlrembu – „Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig“

Ólga í íslenska jazzheiminum og ásakanir um karlrembu – „Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir þú loka barnið þitt í herbergi með barnaníðingi?

Myndir þú loka barnið þitt í herbergi með barnaníðingi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðkýfingur í Trump kreðsunni svindlaði og makaði krókinn – „Ég er ríkur, ég mun sjá um ykkur“

Auðkýfingur í Trump kreðsunni svindlaði og makaði krókinn – „Ég er ríkur, ég mun sjá um ykkur“