fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 11:30

Líklegt er að frumvarpið verði samþykkt í Dúmunni í haust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp er komið fram í Dúmunni, rússneska þinginu, um að banna ættleiðingar til tiltekinna landa sem leyfa kynleiðréttingar. Ísland er þar á meðal.

Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá því á mánudag, 22. júlí, að frumvarpið væri til skoðunar í rússneska þinginu. Gangi það í gegn verða ættleiðingar bannaðar til eftirfarandi landa: Belgíu, Bretlands, Þýskalands, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Íslands, Spánar, Ítalíu, Sviss, Eistlands, Argentínu, Ástralíu og Kanada.

Ekki er vitað hvers vegna þessi tilteknu lönd voru ákveðin. Kynleiðréttingar eru löglegar í mun fleiri löndum.

Það var Vyacheslav Volodin, þingforseti sem lagði fram frumvarpið fyrr í mánuðinum. Búist er við því að það verði samþykkt í haust.

Íslensk ættleiðing samdi um ættleiðingarsamband við Rússland árið 2013 en engin slíkur samningur er í virkur í dag. Samstarfslönd Íslenskrar ættleiðingar eru í dag Kólumbía, Tékkland og Tógó. Reyndar eru öll samskipti og allt samstarf Íslands og Rússlands í algjöru lágmarki í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.

Tass greinir einnig frá því að lög um bann við fíkniefnaáróðri hafi verið bönnuð með lögum í Dúmunni. Það er í bókmenntum, sjónvarpi og á netinu. Þýðir þetta meðal annars að öll tónlist og allar bíómyndir þar sem vísað er í fíkniefnaneyslu verða bannaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig
Fréttir
Í gær

Bjarni Már vill íslenska leyniþjónustu: „Íslenska þjóðin þarf að vakna til vit­und­ar“

Bjarni Már vill íslenska leyniþjónustu: „Íslenska þjóðin þarf að vakna til vit­und­ar“
Fréttir
Í gær

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar