fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 11:30

Líklegt er að frumvarpið verði samþykkt í Dúmunni í haust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp er komið fram í Dúmunni, rússneska þinginu, um að banna ættleiðingar til tiltekinna landa sem leyfa kynleiðréttingar. Ísland er þar á meðal.

Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá því á mánudag, 22. júlí, að frumvarpið væri til skoðunar í rússneska þinginu. Gangi það í gegn verða ættleiðingar bannaðar til eftirfarandi landa: Belgíu, Bretlands, Þýskalands, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Íslands, Spánar, Ítalíu, Sviss, Eistlands, Argentínu, Ástralíu og Kanada.

Ekki er vitað hvers vegna þessi tilteknu lönd voru ákveðin. Kynleiðréttingar eru löglegar í mun fleiri löndum.

Það var Vyacheslav Volodin, þingforseti sem lagði fram frumvarpið fyrr í mánuðinum. Búist er við því að það verði samþykkt í haust.

Íslensk ættleiðing samdi um ættleiðingarsamband við Rússland árið 2013 en engin slíkur samningur er í virkur í dag. Samstarfslönd Íslenskrar ættleiðingar eru í dag Kólumbía, Tékkland og Tógó. Reyndar eru öll samskipti og allt samstarf Íslands og Rússlands í algjöru lágmarki í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.

Tass greinir einnig frá því að lög um bann við fíkniefnaáróðri hafi verið bönnuð með lögum í Dúmunni. Það er í bókmenntum, sjónvarpi og á netinu. Þýðir þetta meðal annars að öll tónlist og allar bíómyndir þar sem vísað er í fíkniefnaneyslu verða bannaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar