Frumvarp er komið fram í Dúmunni, rússneska þinginu, um að banna ættleiðingar til tiltekinna landa sem leyfa kynleiðréttingar. Ísland er þar á meðal.
Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá því á mánudag, 22. júlí, að frumvarpið væri til skoðunar í rússneska þinginu. Gangi það í gegn verða ættleiðingar bannaðar til eftirfarandi landa: Belgíu, Bretlands, Þýskalands, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Íslands, Spánar, Ítalíu, Sviss, Eistlands, Argentínu, Ástralíu og Kanada.
Ekki er vitað hvers vegna þessi tilteknu lönd voru ákveðin. Kynleiðréttingar eru löglegar í mun fleiri löndum.
Það var Vyacheslav Volodin, þingforseti sem lagði fram frumvarpið fyrr í mánuðinum. Búist er við því að það verði samþykkt í haust.
Íslensk ættleiðing samdi um ættleiðingarsamband við Rússland árið 2013 en engin slíkur samningur er í virkur í dag. Samstarfslönd Íslenskrar ættleiðingar eru í dag Kólumbía, Tékkland og Tógó. Reyndar eru öll samskipti og allt samstarf Íslands og Rússlands í algjöru lágmarki í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu.
Tass greinir einnig frá því að lög um bann við fíkniefnaáróðri hafi verið bönnuð með lögum í Dúmunni. Það er í bókmenntum, sjónvarpi og á netinu. Þýðir þetta meðal annars að öll tónlist og allar bíómyndir þar sem vísað er í fíkniefnaneyslu verða bannaðar.