fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sýnir að gríðarlega mikið magn af kókaíni mælist í sjónum og ám heimsins. Ísland er á meðal menguðustu svæðanna. Hákarlar drekka í sig efnin og þau skemma í þeim lifrina.

Reykjavík er í 17. sæti af 108 stöðum sem gerð var mæling á. Styrkleiki kókaíns í sjónum út fyrir Reykjavík mældist rúmlega 550 milligrömm á hverja þúsund íbúa á hverjum degi. Þetta er langmesti styrkleikinn sem mældist á Norðurlöndum. The Daily Mail greinir frá þessu.

Þetta er þó allnokkuð frá þeim stöðum þar sem styrkleiki kókaíns mældist mestur. Það er Antwerp Zuid í Belgíu og Tarragona á Spáni. Þar var styrkleikinn yfir 1500 milligrömm á hverja þúsund íbúa.

Skolphreinsistöðvar virka illa

Það voru vísindamenn á vegum EUDA, lyfjastofnun Evrópusambandsins, sem söfnuðu gögnunum. En þeim var ekki aðeins safnað í Evrópu heldur í Suður og Norður Ameríku, Asíu og Eyjaálfu einnig.

Erfitt er að mæla notkun kókaíns út frá könnunum þar sem fólk er gjarnan ekki heiðarlegt í svörum sínum. Því er besta leiðin til að komast að hinu sanna að mæla styrkleika efnisins í frárennslisvatni, því líkaminn getur ekki að fullu innbyrt efnið. Skolphreinsistöðvar eiga að sigta út efni eins og kókaín til að það komist ekki út í sjóinn en þær virka mjög illa.

Hákarlar að verða blindir

Vísindamenn hafa nú áhyggjur af því að magn kókaíns í frárennslisvatni sé farið að menga hafið svo mikið að það hafi áhrif á lífverur. Einkum hákarla, rándýr sem drekka í sig úrgangs og eiturefni úr öllum dýrum sem þeir éta.

Borgirnar sem mældar voru. Mynd/EMCDDA

Þegar er farið að bera á því að hákarlar séu að súpa seyðið af kókaínnotkun manna, það er í Brasilíu þar sem sjón þeirra hefur versnað, sem og veiðigetan. Kókaínið sest í bæði lifrina á hákörlunum og vöðvana. Meðalævilengd hákarla við strendur Brasilíu hefur lækkað vegna mikillar kókaínnotkunar í Rio de Janeiro og fleiri borgum.

Kókaín í frárennsli hefur einnig áhrif á aðrar lífverur. Meðal annars ála sem synda í Thames fljótinu í London. Ofvirkni í hegðun þeirra hefur sést eftir að kókaín hefur safnast fyrir í heilanum á þeim, vöðvum, tálknum og fleiri vefjum.

Mismunandi notkun eftir borgum

Ýmsar athyglisverðar sveiflur sjást í gögnunum, meðal annars um notkun kókaíns eftir dögum. Í París hækkar styrkleikinn mikið á fimmtudögum og er hár fram á mánudagsmorgun.

Í Brussel aftur á móti er notkunin mun meiri í miðri viku en lækkar um helgar. Hugsanlega vegna þess að fleira fólk er í borginni í miðri viku, í vinnu hjá alþjóðastofnunum á borð við Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“