fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2024 12:00

Stefán Einar Stefánsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur mikil umfjöllun og umræða verið um stöðu grunnskólans í landinu, meðal annar um afar slakan árangur íslenskra skólanemenda í Pisa-könnunum. Viðskiptaráð Íslands vill taka upp samræmd próf að nýju enda sé misræmi á milli þekkingar og færni nemenda með sömu einkunnir úr ólíkum skólum. Í umsögn Viðskiptaráðs segir:

„Frá því að samræmd próf voru lögð niður árið 2009 hefur afturför íslenskra grunnskólabarna verið samfelld (mynd 1). Það ár hættu prófin að skipta máli bæði fyrir nemendur og starfsfólk grunnskólanna, því þau höfðu hvorki þýðingu fyrir framgang í námi né við umbótastarf í skólum. Niðurfellingin er stærsta stefnubreyting sem gerð hefur verið á grunnskólakerfinu á þessari öld – og námsárangurinn hefur legið niður á við allar götur síðan.“

Forystufólk kennara hefur brugðist fálega við ákalli um endurkomu samræmdra prófa. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í viðtali Morgunblaðið að hann sé ósammála því að einkunnaverðbólga eigi sér stað í einhverjum skólum, eins og haldið hefur verið fram, og slíkt sé alvarleg og órökstudd aðdróttun um að kennarar eða skólar fylgi ekki námskrá.

Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskóla, segir umræðuna um skólamál síðustu daga vera storm í vatnsglasi. Hún segir samræmdu prófin hafa verið orðin barn síns tíma og að ekki hafi verið um boðlegt ástand að ræða.

Stefán Einar Stefánsson, víðþekktur blaðamaður Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um þessa afstöðu í pistli á Facebook-síðu sinni. Segir hann að skólakerfið sé mótað í kringum kjarasamninga kennara en ekki þarfir barnanna:

„Það er í raun ótrúlegt að sjá forsvarsmenn kennara, formann Kennarasambandsins og formann Félags grunnskólakennara bregðast við umræðu um sífellt lakari árangur grunnskólanemenda hér á landi.

Allar tölur, allur alþjóðlegur samanburður sýnir að kerfið er að niðurlotum komið og skilar ekki þeim árangri sem við gerum kröfu til. Og hvað segir formaður Félags grunnskólakennara um umræðuna í viðtali í Mogga í morgun. Málið er að hennar mati „stormur í vatnsglasi“.

Ég hef þungar áhyggjur af þessu sem foreldri barns í grunnskóla. En ég hef líka áhyggjur af þessu sem Íslendingur. Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum? Gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar verða af því ef þetta kemst ekki í betra horf?

Viðskiptaráð Íslands hefur staðið sig vel í að banda á hversu brogað kerfið er. Og margt bendir til þess að vandinn felist í því að skólakerfið er nú mótað í kringum kjarasamninga kennara, ekki þarfir barnanna en skýr markmið um árangur og mælanleika á honum.

Og hverjir eru svo þeir sem tala um storminn í vatnsglasinu eða blása alltaf á að breytinga sé þörf? Jú það er fólkið sem hefur mestra hagsmuna að gæta af því að allt taki þetta mið af kjarasamningum.

Hvaða fyrirtæki myndi móta þjónustu sína eða framleiðslu á grunni þarfa starfsfólksins? Vissulega þarf að taka tillit til slíkra þátta, en markmið fyrirtækja er ekki starfsmennirnir, heldur það hlutverk sem þeim er ætlað að sinna. Hið sama á við um stofnanir samfélagsins sem við komum á fót.

Vonandi er kennaraforystan ekki á því að helsti vandi menntakerfisins séu allir nemendurnir sem því er ætlað að þjónusta. Ráðherrann í Bretlandi var hrifinn af spítalanum sem sýndi bestan árangur og mesta ánægja starfsfólks var með. Hvað einkenndi starfsemina þar? Jú þar voru engir sjúklingar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Í gær

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilkynningum um mansal fjölgar

Tilkynningum um mansal fjölgar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Bangkok: Leysti úr fjölskylduerjum með því að drepa sig og fimm aðra með blásýru

Harmleikurinn í Bangkok: Leysti úr fjölskylduerjum með því að drepa sig og fimm aðra með blásýru