fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Miklar tafir á hjúkrunarheimili – „Svona rugl kostar Hornfirðinga og aðra skattgreiðendur mikið fé“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 15:00

Langt er í land að húsið verði tilbúið. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kergja er á meðal Hornfirðinga um hversu hægt uppbygging hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs hefur gengið. Verktaki segir að tafirnar eigi rætur sínar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og segir stjórnsýsluna galna.

Árið 2019 var tilkynnt að reist yrði nýtt hjúkrunarheimili í Höfn í Hornafirði. Hið nýja hjúkrunarheimili á að leysa af hólmi eldra heimili sem uppfyllir ekki lengur kröfur um aðbúnað. Heimilið átti að vera tilbúið til notkunar árið 2021.

Eins og margt á covid tímanum gekk það þó ekki eftir. Árið 2022 komst hins vegar hreyfing á verkið. Samið var við verktakann Húsheild í júlí og fyrsta skóflustungan tekin í september það ár. Á vef sveitarfélagsins Hornafjarðar var tilkynnt að áætlað væri að fyrstu íbúar í Skjólgarði myndu flytja inn í janúar árið 2024. Það var hins vegar mikið ofmat.

Stórt hótel reis á mun skemmri tíma

Á íbúasíðu Hornfirðinga á samfélagsmiðlum er rætt um Skjólgarð og hversu hægt byggingin hefur gengið. Nefnt er að byggingin sé enn þá tæplega fokheld og því langt í að hægt verði að taka hana í notkun.

Óskiljanlegt sé hversu hægt þetta hafi gengið í ljósi þess að á svipuðum tíma og skóflustungan að Skjólgarði hafi verið tekin hafi uppbygging 120 herbergja hótels á Reynivöllum í Suðursveit hafist. Hótelið er nú komið í rekstur.

„Miðað við svipaðan gang á framkvæmdum við stækkun Skjólgarðs verða nokkur ár í að unnt verði að taka hana í notkun,“ segir einn íbúi um hjúkrunarheimilið og veltir fyrir sér hver beri ábyrgð á þessu „sleifarlagi við bráðnauðsynlega framkvæmd.“

Tók ár að fá „skynsama aðila“ frá FSRE að borðinu

Ólafur Ragnarsson, annar eigandi Húsheildar, tekur þátt í umræðunum og útskýrir málið frá sinni hlið. Beinir Ólafur spjótum sínum að FSRE, Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum.

„Eftir að við skrifuðum undir samning um verkið fórum við að óska eftir frekari gögnum til að hægt væri að byggja húsið. Það tók 9 mánuði að fá FSRE til að viðurkenna að ekki væri hægt að byggja húsið með þeim gögnum sem voru til,“ segir Ólafur.

Eftir það hafi verið farið í að teikna og hanna til að það væri hægt að byggja. Þá kom í ljós að ekkert fyrirtæki í heiminum gæti smíðað suma gluggana sem búið var að hanna.

Segir Ólafur að eina leiðin til að koma verkinu áfram hafi verið að skipta um teymi hjá FSRE sem hafi loks tekist eftir eitt ár. Þá hafi komið „skynsamir aðilar“ frá FSRE að verkinu.

„Enn erum við að biðja um teikningar til að geta haldið áfram og þær koma mjög hægt,“ segir Ólafur og að FSRE hafi viðurkennt að hafa valdið töfum í undirbúningnum. „Svona rugl kostar Hornfirðinga og aðra skattgreiðendur mikið fé og hefur valdið verktaka heilmiklu tjóni líka. Gersamlega gal stjórnsýsla svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir Ólafur að lokum en hægt sé að tína margt fleira til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco