fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 10:30

Atvikið átti sér stað á Edinborgarflugvelli. Mynd/Edinburgh Airport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél sem átti að fljúga frá Edinborg til Keflavíkur í gær var stöðvuð vegna bilunar rétt áður en flugtak átti að hefjast. Fluginu var seinna aflýst þar sem ekki tókst að laga bilunina.

Flugið, sem var á vegum breska lággjaldaflugfélagsins Easyjet, átti að vera í gærmorgun. Farþegar og farangur voru komin um borð og allt til reiðu fyrir flugtak.

Í frétt Daily Record um málið er haft eftir farþega að flugvélin hafi keyrt út á flugbrautina og beðið eftir leyfi til að fara af stað þegar allt var skyndilega stöðvað. Var farþegunum tjáð að um tæknilegt vandamál væri að ræða, vélinni keyrt til baka og hún tæmd. Seinna var greint frá því að fluginu hefði verið aflýst.

Að sögn talsmanna Easyjet er öryggi farþeganna og áhafnar í fyrsta forgangi hjá flugfélaginu. Þegar ljóst var að ekki væri hægt að laga vandamálið samstundis var ákveðið að stöðva flugvélina.

Skilja vonbrigði farþega

Farþegunum hefur verið boðið að fara í annað flug til Íslands frítt, fá flugferðina endurgreidda eða að fá inneignarnótu hjá Easyjet til þess að nota seinna.

„Við biðjumst velvirðingar á að fluginu hafi verið aflýst. Þetta var gert vegna öryggisráðstafana fyrir ykkur og áhöfnina okkar sem er í fyrsta forgangi og tæknilega vandamálið í flugvélinni var ekki hægt að laga,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. „Við skiljum að þessar fréttir eru vonbrigði en við viljum gera það eins auðvelt og hugsast er fyrir ykkur að gera nýjar áætlanir.“

Flugið var á vegum Easyjet. Mynd/Easyjet

Upplýsingarnar megi finna á vefsíðu og appi flugfélagsins. Samkvæmt Daily Record er ekki vitað hvort búið sé að endurskipuleggja flugið til Keflavíkur.

Tvö á stuttum tíma

Ekki er greint frá því hvers eðlis tæknilega vandamálið hafi verið. Í fréttum er ekki sagt að það hafi nokkuð tengst hinum miklu bilunum Microsoft fyrir helgi. En þær bilanir höfðu mikil áhrif á bókunarkerfi flugvalla og var fjölda fluga seinkað eða aflýst vegna hennar, meðal annars mjög mörgum í Bandaríkjunum og Tyrklandi.

Flugið frá Edinborg til Keflavíkur í gær er annað flugið á aðeins einni viku sem Easyjet hefur þurft að stöðva eftir að farþegar voru komnir um borð og vélin komin út á flugbrautina. En fyrir skömmu var flug frá Edinborg til Tyrklands stöðvað á seinustu stundu eftir alvarlegt atvik þar sem farþegi þurfti á læknisaðstoð að halda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til