fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fréttir

Hrár kjúklingur á KFC vekur heitar umræður

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinur hjá KFC Keflavík birti mynd af hráum kjúklingabita í FB-hópnum Matartips ásamt hæðnisfullum texta á ensku sem skrifaður er í orðastað stjórnar KFC. Myndbirtingin vekur miklar umræður en flestum þykir hrár kjúklingur vera sérstakleg ógeðfelldur.

Einn fyrrverandi viðskiptavinur staðarins skrifar:

„Ég var þarna með dóttur minni fyrir ca 2 árum og við keyptum okkur bita. Sá fyrsti var hrár (lak blóðlitaður vökvi úr honum og kjötið var hrátt inni við beinið). Ég varð hissa yfir þessu og fékk nýjan bita – sama saga aftur.

Þá fór ég og talaði vingjarnlega við starfsmann að nú hefði þetta gerst 2x í röð og bara að benda þeim á að athuga hvort þeir þyrftu ekki að lengja steikingartímann.

Hann náði í yfirmann og hún hellti sér yfir mig…sagði að ég væri að ýkja og blóðið læki ekki úr bitanum en ég talaði eins og það fossaði blóð úr honum.

Ég varð ansi hvumsa og kvaddi bara og ákvað að fara aldrei aftur á þennan stað eftir þessa furðulegu uppákomu.“

Nokkrir meðlimir í hópnum gagnrýna þetta framtak viðskiptavinarins og segja eðlilegra að beina kvörtunum yfir hráum mat til starfsfólks staðarins í stað þess að birta slíkar myndir á Facebook. Einn segir:

„Pældu í að vera það pirraður yfir keyptum mat sem þú gætir fengið bætt eða endurgreitt að þú eyðir nokkrum klukkustundum í að væla yfir því á Facebook.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fréttir
Í gær

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Í gær

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“