fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Stóra fíkniefnamálið: Búast má við ákæru í lok vikunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 17:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við að gefin verði út ákæra fyrir lok vikunnar í stóra fíkniefnamálinu sem fjölmiðlar fjölluðu um í síðustu viku. Málið varðar smygl á sex kílóum af kókaíni og amfetamíni og eru sakborningar alls 18 talsins. Brotið er talið hafa verið þrautskipulagt og hefur viðamikil rannsókn lögreglunnar á málinu staðið yfir mánuðum saman, raunar allar götur frá því í september í fyrra.

Sjá einnig: Stórt fíkniefnamál til rannsóknar:Lögðu hald á 40 milljónir í reiðufé

Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fyrir lok vikunnar verða einhverjir þeirra búnir að sitja í varðhaldi í 12 vikur. Það er hámarkstími í gæsluvarðhaldi án þess að birt sé ákæra og því verður að birta mönnunum ákæru eða láta þá lausa fyrir lok vikunnar.

DV leitaði upplýsinga um málið hjá embætti Héraðssaksóknara og fékk eftirfarandi svar frá Karli Inga Vilbergssyni saksóknara: „Ákvörðun um saksókn mun liggja fyrir í vikulok, en þá rennur út 12 vikna frestur til að gefa út ákæru.“

Samkvæmt heimildum DV eru fáir með brotaferil á meðal sakborninga og flestir flokkast sem rólegt fjölskyldufólk. Bæði konur og karlar eru á meðal sakborninga en DV hefur ekki upplýsingar um kynjahlutfallið.Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að málið snúi að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. „Lögregla lagði meðal annars hald á fíkniefni, lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, m.a. skammbyssu búna hljóðdeyfi,“ segir í tilkynningu lögreglu. DV hefur heimildir fyrir því að vopnafundurinn hafi vakið undrun margra sakborninga sem kannast ekki við neina umsýslu með vopn.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Í kjölfarið voru fimm aðilar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra. Sá var færður í afplánun vegna eldri dóms að loknu einnar viku gæsluvarðhaldi. Í dag hafa 18 aðilar stöðu sakbornings í málinu.“

Sjá einnig: Venjulegt fjölskyldufólk á kafi í skipulagðri brotastarfsemi – Sex kíló af kókaíni og amfetamíni aðeins toppurinn á ísjakanum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“
Fréttir
Í gær

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílhræ á plani gera Fjölskylduhjálpinni lífið leitt – „Getum ekki tekið áhættuna á að þurfa að borga 250 þúsund krónur“

Bílhræ á plani gera Fjölskylduhjálpinni lífið leitt – „Getum ekki tekið áhættuna á að þurfa að borga 250 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára