fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Iðnver semur við Huber Tecnology

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 15:40

John Skantze, framkvæmdastjóri hjá Huber Technology, og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri og eigandi Iðnver ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnver ehf. hefur gert samning við þýska fyrirtækið Huber Technology um að gerast umboðsaðili fyrir þýska fyrirtækið á Íslandi. Huber sérhæfir sig í nýsköpun og tækninýjungum fyrir skólp og iðnaðarskólp en þetta er í fyrsta skipti sem vörur fyrirtækisins verða til sölu á Íslandi.

„Ég er mjög ánægður með að við höfum náð þessum stóra samningi við Huber sem hefur verið tvö ár í vinnslu. Huber er gamalgróið og þekkt fyrirtæki í þessum geira. Þetta er mikið traust sem okkur er sýnt frá svo stóru og virtu fyrirtæki. Huber hefur aldrei verið með vörur sínar til sölu á Íslandi áður og því eru þetta ákveðin tímamót og raunar stórar fréttir fyrir íslenska markaðinn í mínum huga, segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri og eigandi Iðnver. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Við finnum strax fyrir miklum áhuga og eftirspurn frá íslenskum fyrirtækjum á vörum frá Huber. Það kemur raunar ekki á óvart enda er þetta byltingarkenndur tæknibúnaður og vörur sem fyrirtækið er að bjóða upp á í tengslum við skólp og allt sem því viðkemur.

Mikil verðmæti sparast í hringrásarkerfinu

Pétur segir það stórt skref að geta nú boðið upp á vörur Huber fyrir iðnfyrirtæki og einnig sveitafélög frá þessu þekkta þýska fyrirtæki. „Þetta eru stórar fréttir fyrir iðnaðinn í heild sinni því tæknibúnaðurinn frá Huber getur t.d tekið prótein úr iðnaðarvatni, frárennsli frá t.d fiskiðnaði og komið því í bræðslu. Það sparast tugir rúmmetra á dag sem hægt er að endurnýta sem annars hefðu farið til spillis. Það eru því mikil verðmæti sem sparast í þessu hringrásarkerfi. Þetta er gríðarlega mikilvæg tækni og búnaður fyrir allan mengandi iðnað. Framundan er mikil endurskoðun á mengandi iðnaði og úrgangi frá honum. Við Íslendingar erum aftarlega á merinni hvað þetta varðar miðað við flest Evrópulönd og það er ljóst að það verða miklar breytingar á næstu árum hér á landi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“

Faðir vonar að sonur hans nái tvítugsafmælinu í sumar – „Hann er á götunni að hanga með versta fólki í Reykjavík og er að gera ógeðslega hluti“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna
Fréttir
Í gær

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst ítrekað á sambýliskonu sína sem vildi fella málið niður

Réðst ítrekað á sambýliskonu sína sem vildi fella málið niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Wagnerliði var náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu – Nú er aftur búið að dæma hann fyrir morð

Wagnerliði var náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu – Nú er aftur búið að dæma hann fyrir morð