fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Fjarvera Melania vekur upp vangaveltur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 04:15

Melania Trump og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump gerir víðreist þessa dagana til að hitta kjósendur sína og miðað við skoðanakannanir þá hefur hann nokkuð forskot á Joe Biden. Líklega hafa margir kjósendur ákveðið að halla sér að Trump eftir að hafa horft á kappræður frambjóðendanna á fimmtudaginn. En það hefur vakið töluverða athygli að Melania Trump, eiginkona Donald, hefur ekki sést með honum um langa hríð.

Melania gæti hugsanlega leikið töluvert hlutverk í að auka vinsældir Trump en ef hún heldur áfram að halda sig til hlés gæti það haft neikvæð áhrif á fylgi Trump.

AP segir að Melania hafi ekki fylgt eiginmanni sínum á neina opinbera, mikilvæga atburði í tengslum við forsetaframboð hans síðan í mars. Hún var ekki við hlið hans þegar hann hleypti kosningabaráttu sinni af stað í Iowa, ekki á sigurhátið hans á „Ofur þriðjudeginum“ og hún lét ekki sjá sig við réttarhöldin yfir Trump vegna „Stormy Daniels málsins“ í New York.

Ekki er talið útilokað að fjarvera Melania hafi áhrif á vinsældir Trump en „Stormy Daniels málið“ hefur reynst honum erfitt. Margir þeirra, sem hafa efasemdir um Trump vegna málsins, myndu kannski hafa minni efasemdir ef Melania væri við hlið hans.

Allt frá því að orðrómar, um meint framhjáhald Trump með Stormy Daniels, fóru á kreik 2018 hefur Melania verið lítt áberandi.

Þetta hefur ýtt undir vangaveltur um af hverju hún hefur haldið sig frá sviðsljósinu. Í Bandaríkjunum hefur alltaf verið mikilvægt fyrir forsetann að eiginkona hans sé sterk út á við. Má þar nefna að Michelle Obama lék stórt hlutverk þegar Barack Obama var forseti. Það sama á við um Hillary Clinton sem lét mikið að sér kveða þegar Bill Clinton var forseti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar