fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir húsnæðisverð á landinu hátt og kostnað við það íþyngjandi, eitthvað sem allir tekjuhópar finni fyrir. Þeir sem stjórni sveitarfélögunum beri ábyrgðina.

„Við sem stjórnum sveitarfélögunum berum hér ábyrgð. Í sinni einföldustu mynd er það þannig að sveitarfélögin fara með einokunarstöðu þegar kemur að þeirri nauðsynjavöru sem lóðir eru. Engin ný lóð verður til án samþykkis sveitarfélags og engin lóð fær nýtt hlutverk án samþykkis þeirra. Án lóða verður ekki byggt. Þessa stöðu hafa sveitarfélögin nýtt sér til að skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu. Þau einfaldlega drógu úr framboði til að hækka verðið,“

segir Elliði í grein á vef sínum. Segir hann sveitarfélögin samkvæmt ofangreindu bera meiri ábyrgð en umræðan ber með sér.

„Lóðaverð (heimilisskattur) hefur hækkað úr 4% af byggingarkostnaði í rúmlega 20%. Það er athyglisvert að árið 2001 var lóðaverð um 4% af byggingarkostnaði, árið 2014 var það 16%. Í dag er það rúmlega 20%. Spyrji einhver hver fái þessar tekjur þá liggur það í augum uppi að hér er um að ræða nýjan skatt sveitarfélaga á heimilin í landinu. Þann skatt leggja þau á án skýrra heimilda löggjafans.“

Æskilegt að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum

Rekur Elliði að í Evrópu er gjarnan miðað við að æskilegt sé að húsnæðiskostnaður sé ekki meiri en 25% af ráðstöfunartekjum.  „Hér á landi býr yfir 30% heimila í lægsta tekjubilinu við þá stöðu að yfir 40% af ráðstöfunartekjum þeirra fer í húsnæði. Allir tekjuhópar finna fyrir því hversu íþyngjandi þessi kostnaður er. Verst er þessi staða á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðiskostnaður leigjenda þar er hátt í 50% hærri en annars staðar á landinu og enn meiri munur er á kaupverði íbúða,“ segir Elliði og heldur áfram: 

„Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að breyta þessu. Allir þekkja hlutverk vaxta og verðbólgu á þessa stöðu. Frá ársbyrjun 2021 hefur greiðslubyrði fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hátt í 40% ef miðað er við verðtryggð lán og hátt í 110% ef miðað er við óverðtryggð lán. Það þarf því ekki að efast um mikilvægi þess að ná tökum hagkerfinu og þar skiptir ekki minnstu að þingmenn hemji skefjalaus útgjöld ríkisins.“

Of lítið byggt og eftirspurn hækkar verð

Elliði bendir á að vegna skorts á lóðum hafi lítið verið fjárfest í húshæði síðustu ár þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað talsvert (1995 til dagsins í dag). Hann ber Ísland og Írland saman þar sem fólksfjölgun hefur verið mest, en við þó fjárfest mun minna í íbúðarhúsnæði en Írar, „eða sem nemur um 35%, auk þess sem slík fjárfesting hefur verið minni hér en í ýmsum ríkjum þar sem fólksfjölgun hefur verið minni. Það þarf hvorki hagfræðing, veðurfræðing né jógakennara til að sjá að minna framboð af lóðum hefur hækkað verð og aukið kostnað.

Á þessum forsendum hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá 2011 um 63% umfram hækkun verðlags og um 47% umfram hækkun byggingarkostnaðar. Þessi hækkun er 21% umfram hækkun ráðstöfunartekna á árunum 2010 til 2019,“ segir Elliði. 

„Ég held að það sé full ástæða til að setja húsnæðismálin á dagskrá fyrir komandi þingkosningar. Þar þarf meðal annars að ræða hvort löggjafinn þurfi ekki hreinlega að stöðva þessa sjálftöku sveitarfélaganna eða í öllu falli að gæta að hagsmunum heimila landsins hvað þetta varðar.“

 Lesa má grein Elliða í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“
Fréttir
Í gær

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílhræ á plani gera Fjölskylduhjálpinni lífið leitt – „Getum ekki tekið áhættuna á að þurfa að borga 250 þúsund krónur“

Bílhræ á plani gera Fjölskylduhjálpinni lífið leitt – „Getum ekki tekið áhættuna á að þurfa að borga 250 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára