fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Bílhræ á plani gera Fjölskylduhjálpinni lífið leitt – „Getum ekki tekið áhættuna á að þurfa að borga 250 þúsund krónur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm númeralausir bílar, að virðist í mjög slæmu ástandi, gera Fjölskylduhjálp Íslands lífið leitt, en bílunum hefur verið lagt í stæði fyrir utan Iðufell 14, þar sem Fjölskylduhjálpin starfrækir matarúthlutanir sínar til fátækra og þurfandi borgara.

Formaður Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerður Jóna Flosadóttir, er ráðlaus vegna þess vandamáls. Dráttarbílaþjónusta Vöku fjarlægir bíla sem lagt er ólöglega, á kostnað eigenda þeirra. Gallinn er sá að ef eigandi bílsins finnst ekki fellur kostnaðinn á þann sem tilkynnir og biður um að bíllinn sé fjarlægður.

„Það kostar 50 þúsund krónur á bíl og við getum ekki tekið áhættuna á því að þurfa að borga 250 þúsund krónur,“ segir Ásgerður.

Aðspurð segir hún að bílarnir trufli starfsemina og séu til ama. „Þeir taka líka stæði frá þeim skjólstæðingum okkar sem koma á bíl,“ segir hún ennfremur.

Ásgerður vonast til þess að eigendur bílanna sjái sóma sinn í því að fjarlægja þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“
Fréttir
Í gær

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra fíkniefnamálið: Búast má við ákæru í lok vikunnar

Stóra fíkniefnamálið: Búast má við ákæru í lok vikunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára