fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 18:30

Landslagið á Ströndum er ægifagurt en íbúarnir eru þeir minnst hamingjusömustu á landinu ef marka má könnun Byggðastofnunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Ströndum og Reykhólasveit eru óhamingjusamastir á landinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Íbúakönnunar landshlutanna sem birtist á vef Byggðastofnunnar fyrr í dag. Könnunin var lögð fyrir landsmenn um allt land en rúmlega 12 þúsund svör bárust. Spurt var um fjölmarga þætti sem snúa að búsetuskilyrðum í hverjum landshluta, til að mynda þjónustu sveitarfélagsins, atvinnuhorfur, innviði og almenna líðan.

Smjörið drýpur af hverju strái

Meðal annars voru þátttakendur látnir svara spurningunni: „Hversu hamingjusamur/hamingjusöm ertu í dag þegar þú horfir til allra þátta í lífi þínu?“ á skalanum 1-10. Eins og áður segir voru íbúar á Ströndum og Reykhólum óhamingjusamastir en blessunarlega var það þó ekki verra en svo að meðtal svara íbúanna hljóðaði upp á 7,48. Íbúar í sveitarfélaginu Vogum voru litlu hærri eða með 7,53 á meðan íbúar í Vestur-Húnavatnssýslu gáfu einkunnina 7,55.

Hamingjusamastir voru Skagfirðingar með einkunnina 8,08 enda drýpur kaupfélagssmjörið þar af hverju strái. Íbúar í Múlaþingi og Norður-Múlasýslu gáfu einkunnina 8,04 og íbúar á Snæfellsnesi voru skammt undan með 8,02.

Höfuðborgarbúar voru mitt á milli þeirra kátustu og döprustu með einkunnina 7,79.

Ekkert sérstök ánægja með mannlífið

Það er fámennt en góðmennt á Ströndum og í Reykhólasveit og spurning er hvort að íbúarnir vilja meira fjör í kringum sig. Spurt var í könnuninni hvort gott mannlíf væri á svæðinu og voru valkostirnir frá 1 (mjög slæmt) og upp í 5 (mjög gott). Strandamenn og Reykhólabúar gáfu mannlífinu aðeins einkunn upp á 3,52 sem var það lægsta á landinu. Íbúar í Reykjanesbæ gáfu mannlífinu þar einkunn upp á 3,67 og íbúar í Vogum gáfu einkunn upp á 3,82.

Íbúar Vestmannaeyja voru langánægðist með lífið í suðri og gáfu einkunnina 4,43, Norður Vestfirðir voru skammt undan með 4,30 og Grindvíkingar voru einnig sáttir með 4,27.

Athygli vekur að íbúar Höfuðborgarsvæðisins gáfu mannlífinu „aðeins“ 4 í einkunn og voru um miðjan hóp landsmanna.

Hér er hægt að kynna sér niðurstöður könnunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Í gær

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Í gær

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Í gær

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku