fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. júlí 2024 15:30

Júlían greindi frá því árið 2022 að hann væri að hefja námið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er orðinn fasteignasali. Júlían hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins og á að baki ótal met.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út löggilt leyfi fyrir Júlían til að starfa sem löggiltur fasteigna- og skipasali á mánudag, þann 15. júlí síðastliðinn. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu.

Júlían hefur reyndar starfað á fasteignasölunni Remax síðan árið 2022, en í nóvember það ár greindi Júlían frá því að hann væri að láta gamlan draum rætast og hefja nám til löggildingar fasteigna- og skipasölu.

Júlían var í helgarviðtali við DV í nóvember árið 2018, þá 25 ára gamall. En þá hafði hann nýlega sett heimsmet í réttstöðulyftingum, í tvígang meira að segja. Hafði hann unnið ótal titla, bæði hérlendis og á erlendri grundu í greininni sem og sett 210 met á ferlinum.

Ári seinna, það er árið 2019, var Júlían útnefndur íþróttamaður ársins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 
Fréttir
Í gær

Íslendingar sólgnir í ódýrar vörur frá Kína – Eyrnalokkar innihéldu þúsundfalt leyfilegt magn af krabbameinsvaldandi efni

Íslendingar sólgnir í ódýrar vörur frá Kína – Eyrnalokkar innihéldu þúsundfalt leyfilegt magn af krabbameinsvaldandi efni