fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Fer fram á skilnað frá barnsföðurnum sem ekkert hefur heyrst frá í sex ár

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. júlí 2024 15:30

Manninum er gert að mæta til þingfestingar í september annars verður gengið að kröfum konunnar. Mynd/Samsett/Maggi Gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona á fimmtugsaldri hefur stefnt erlendum eiginmanni sínum til skilnaðar fyrir héraðsdómi. Eiga þau saman þrjú börn en hafa ekki vitað hvar hann er niðurkominn í heiminum undanfarin sex ár.

Eins og greint er frá í stefnunni höfðar konan mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur eiginmanni sínum, sem er á sextugsaldri. Gerir hún kröfu um að fá lögskilnað á grundvelli 36. greinar hjúskaparlaga. Það er að að minnsta kosti sex mánuðir séu liðnir frá því að leyfi var veitt til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gekk þar um. Einnig gerir hún kröfu um að eiginmaður sinn greiði málskostnað.

Kemur fram að málsaðilar hafi gengið í hjúskap árið 2003 og eignast þrjú börn, fædd á árunum 2003 til 2010. Árið 2012 slitu þau samvistum og gaf Sýslumaðurinn í Reykjavík þá út leyfi til skilnaðar að borði og sæng.

Vita ekki hvar hann er

Samkvæmt leyfisbréfi var ákveðið að konan færi ein með forsjá barnanna þriggja en að maðurinn greiddi meðlag með þeim. Einnig var kveðið um umgengnisrétt hans í bréfinu.

„Umgengni stefnda og barnanna hefur ekki gengið eftir vegna atvika sem að öllu leyti varða stefnda sjálfan,“ segir í reifun málavaxta. „Hafa börnin og stefnandi ekkert heyrt frá stefnda frá árinu 2018 og vita þau ekki hvar hann er niðurkominn. Þá hafa þau hvorki símanúmer né netfang hjá honum og er hann hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum.“

Í stefnunni segir að konan hafi nýlega áttað sig á því að hún væri ekki skilinn við manninn að lögum heldur aðeins að borði og sæng. Í þessu máli hafi verið reynd birting stefnu á síðasta þekkta lögheimli mannsins en hún hafi verið án árangurs. Var maðurinn ekki þekktur í því húsi. Hann er nú skráður með ótilgreint lögheimili í Reykjavík og ekki vitað hvar annars staðar væri hægt að stefna honum nema í Lögbirtingablaði.

12 ár liðin frá skilnaði að borð og sæng

Krafan er byggð á því að tólf ár séu liðin frá því að konan og maðurinn fengu skilnað að borði og sæng. Þau hafi ekki tekið upp sambúð aftur eða átt í nokkurs konar sambandi eftir að leyfisbréfið var útgefið. Öllum lagaskilyrðum til skilnaðar sé fullnægt.

Segir að konan muni mæta fyrir dóm og gefa skýrslu verði þess krafist. Vitnalisti yrði einnig lagður fram með góðum fyrirvara.

Með fyrirkalli sýslumanns er manninum gert að mæta fyrir dóminn til þingfestingar í september næstkomandi. Mæti hann ekki megi hann vænta útivistardómi þar sem gengið yrði að kröfum konunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
Fréttir
Í gær

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli