fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjartur Bodhi Haraldsson, fimmtugur íslenskur karlmaður sem er búsettur í Kanada, hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. Vísir greindi fyrst frá.

Guðbjartur var sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn konu sem sótti hjá honum meðferð er hann starfaði sem sjúkranuddari í borginni Surrey.

Það óvenjulega átti sér stað þegar Guðbjartur var sýknaður að dómari tók sérstaklega fram að hann væri saklaus.

„Ég verð að segja það, svo það sé skráð, að ég lýsi hann saklausan af þessum glæp,“ sagði dómarinn.

„Hann hefur misst mikið síðustu árin en hann er klárlega feginn að þessu er lokið,“ sagði lögmaður Guðbjarts í samtali við CBC og tók fram að það sé nánast óheyrt að dómari lýsi sérstaklega yfir sakleysi.

Guðbjartur berst nú fyrir því að hreinsa nafn sitt, en ásakanirnar leiddu til þess að starfsleyfi hans var takmarkað. Honum er til dæmis meinað að fá til sín kvenkyns skjólstæðinga og ber öllum herbergjum sem hann starfar í að hafa tilkynningu um ásakanirnar á biðstofunni.

Konan sem ásakaði Guðbjart hélt því fram að hann hefði brotið gegn henni kynferðislega með hendi sinn í miðri meðferð. Hún hafi sótt meðferð hjá honum mánaðarlega í um tvö ár áður en atvikið átti sér stað.

Guðbjartur greindi frá því að þvert á móti þá hafi það verið konan sem reyndi að gera meðferðina kynferðislega með því að grípa í hendina á honum og biðja hann um að snerta hana kynferðislega. Hann vildi ekki verða við þeirri beiðni, dró hendina að sér og lauk meðferðinni skömmu síðar.

„Ég hugsaði bara – Fjandinn hafi það- Hvað á ég að gera hérna? Hvernig kemst ég úr þessum aðstæðum? Hvernig get ég stoppað þetta án þess að henni líði óþægilega,“ sagði hann fyrir dómi.

Eftir að tímanum lauk beindi Guðbjartur því til ritara síns að afbóka alla þá tíma sem konan átti bókaða. Svo sendi hann konunni tölvupóst þar sem hann tilkynnti henni að hann myndi ekki taka hana í frekari meðferð.

„Ég byggði þetta á leiðbeiningum frá fagráðinu mínu. Þegar skjólstæðingur kyngerir meðferðina þá þarf að slíta meðferðarsambandinu. Maður sendir þeim tilkynningu um slíkt. Maður skrifar skýrslu um atvikið. Það segja leiðbeiningarnar.“

Aðspurður um hvers vegna hann hafi ekki haft samband við lögreglu sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hafi mögulega brotið kynferðislega gegn honum með því að grípa í hendina á honum.

Eftir að konan bar vitni fyrir dómi var það saksóknarinn sjálfur sem óskaði eftir því að Guðbjartur yrði sýknaður, en saksóknari tók fram að bæði væru innra sem og ytra ósamræmi í frásögn konunnar. Dómari tók undir þetta og mat konuna ótrúverðuga.

Eftir að konan bar vitni fyrir dómi var það saksóknarinn sjálfur sem óskaði eftir því að Guðbjartur yrði sýknaður, en saksóknari tók fram að bæði væru innra sem og ytra ósamræmi í frásögn konunnar. Dómari tók undir þetta og mat konuna ótrúverðuga.

„Ég verð að segja að ég hef verulega áhyggjur hvað varðar áreiðanleika og trúverðugleika frásagnar kæranda. Það var mikið um innra og ytra ósamræmi í vitnisburði hennar og, ef horft er á heildarmyndina, skipta sköpum fyrir, eða útiloka túrverðugleika hennar,“ sagði dómari. Hún sagðist trúa frásögn Guðbjartar um það sem átti sér stað í meðferðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum