fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Kolbrúnu brá illa í morgun – „Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, fór og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða í morgun og brá illa við. Hjólabúar eru þau sem búa í hjólhýsa- og húsbílabyggð en á Sævarhöfða búa nú þeir hjólabúar sem áður bjuggu á tjaldsvæðinu í Laugardal.

Á síðasta ári vísaði borgin hjólabúum úr Laugardalnum og bauð þeim þess í stað að færa sig yfir í iðnaðarhverfi á Sævarhöfða. Hjólabúar hafa kvartað sáran undan aðstæðum þar sem þeir segja óviðunandi.

Kolbrún skrifaði grein um heimsóknina sína í morgun og birti hjá Vísi.

„Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Þarna búa á annan tug manns við hreint ömurlegur aðstæður. Íbúar komast í rafmagn og greiða fyrir það og maður sem hefur yfirumsjón með húsinu við hliðina veitir þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn er í sturtunum.“

Hún segir að umhverfið sé einstaklega óaðlaðandi og mikið um drasl og sorp. Planið sem fólkið hefst við á sé sóðalegt og rúðugler úr gamalli verksmiðjubyggingu hafi sáldrast yfir planið.

„Hjólabúar hafa lengi þrýst á borgina að finna lausn bæði til skemmri tíma og lengri. Svæðið við Sævarhöfða átti að vera til bráðabirgðar eða að hámarki 12 vikur, rétt tæpu ári síðar hefur enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Hjólabúum líður illa á þessum stað en geta hvergi farið.“

Formaður samtaka hjólabúa hafi sent borgarstjórn erindi þar sem aðstæðum er lýst. Þau megi þola stöðugt áreiti vegna umferðar og geti ekki setið fyrir utan hýsi sín út af hávaðamengun og hávaða frá öðrum sem eru með aðstöðu á svæðinu. Kalla hefur þurft til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju. Veðurskilyrði séu slæm og geti fólk vart sofið í verstu veðrunum af ótta við að verða fyrir eignatjóni. Nú í vetur var enginn mokstur á svæðinu og þurftu hjólabúar að bera sjálf sand eða salt á planið til að fyrirbyggja hálkuslys.

Kolbrún segir brýnt að tryggja þessum hóp fullnægjandi aðstæður. Sérstaklega í ljósi húsnæðisvanda í borginni. Það sé ekki hægt að vísa þeim sem kjósa að búa í hjólhýsum á ruslahaug.

„Eftir heimsókn mína á Sævarhöfða í morgun þar sem ég sá þessar hrikalegu aðstæður sem hjólabúum er gert að búa við er þess krafist að meirihlutinn í borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvað svæði getur hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum er með öllu óviðunandi eins og hún er í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Í gær

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“