fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 14:30

Mynd úr safni og tengist ekki fréttinni beint Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég hef farið nokkrum sinnum í meðferð, ég er búinn að fara á göngudeildina, ég kem alls staðar að lokuðum dyrum. Ég var inni á Vogi en þeir gáfust upp á mér, ég fæ oföndunarkvíðaköst, ofanda þegar ég er edrú. Þeir eru ekki með kvíðateymi og buðu mér að fara á fíknigeðdeildina, ég hef farið þangað áður og það er ekki nógu uppbyggilegt eða góður staður fyrir mig, bara eins og fangelsi,“

segir 21 árs Akureyringur í viðtali í nýjasta þætti Lífið á biðlista. Maðurinn er fastur í morfínneyslu og bíður nú eftir að komast í meðferð á Krísuvík, en þegar viðtalið var tekið í mars var hann búinn að bíða í þrjár vikur og sagt að biðin gæti orðið átta mánuðir.

,,Á geðdeild reyndi hann að taka eigið líf. Og þeir ætluðu að henda mér út fyrir það, geðdeilin ætlaði að henda mér út fyrir að reyna að drepa. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir maðurinn sem gekk út sama dag. Reyndi hann að taka eigið líf heima hjá sér, en var þá fluttur á geðdeild aftur.

Maðurinn hefur náð þriggja mánaða edrúmennsku síðustu 10 ár, en hann byrjaði 11 ára í neyslu. Hann býr hjá móður sinni sem er virkur alkóhólisti.

,,Ég skil að líf mitt er minna virði en annarra og það lætur mér líða eins og ég sé myglaður að innan. Eins og ég sé ónýtt epli upp í búð, eins og maður eigi ekki von,“ segir maðurinn aðspurður um hvernig sé að koma að lokuðum dyrum alls staðar.

,,Ég fiktaði smá til að reyna að sleppa við erfiðar tilfinningar, ég varð fyrir mörgum áföllum í æsku og ofbeldi. Ég hefði aldrei óskað mér að festast í þessu svona, að vera pikkfastur í þessu og komast aldrei út, þetta tekur alla peninga af manni, maður getur aldrei gert neitt og allir telja mann aumingja af því líkaminn vill ekki stoppa. Og getur ekki stoppað af því þá verður maður svo veikur,“ segir maðurinn.

Hann var misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til 11 ára aldurs. Þá uppgötvaði hann í sjónvarpsþætti að þetta væri allt ofbeldi. Við tóku erfiðar tilfinningar til að vinna úr sem hann náði ekki að gera og enginn hjálpaði honum við að gera. Hann kynntist kannabis og nýtti sér það til að deyfa tilfinningarnar, svo amfetamín, kókaín, róandi og loks morfínlyf.

Staðan enn verri fjórum mánuðum síðar

Viðtalið var tekið í mars, nú í júlí, fjórum mánuðum síðar er maðurinn enn á biðlista. Hann er mjög illa farinn, orðinn húsnæðislaus og flakkandi inn og út af geðdeild og útskrifaðist af geðdeild daginn sem Gunnar hitti hann aftur.

,,Ég var fyrir ofbeldi alla mína æsku, allar týpur af ofbeldi alla daga í átta ár. Ég fæ ekki að vinna úr þessum áföllum af því ég er óstabíll,“ segir maðurinn, sem segist hafa selt sig þegar hann vantar pening fyrir neyslunni. Vændiskaupendur eru mest megnis eldri menn og/eða menn sem eru giftir.

,,Það fór allt til fjandans. Þessir biðlistar eiga eftir að drepa mig, ég veit ekki hvort ég lifi marga mánuði í viðbót að bíða,“ segir maðurinn. ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur,“ segir maðurinn sem vonar að hann komist í meðferð sem fyrst. ,,Þetta er bara eymd og kvöl alla daga.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti