fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Myndband: Lífshættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sáralitlu munaði að alvarlegur árekstur yrði á Holtavörðuheiði á mánudag er bílstjóri á Renault Trafic sendibíl ók honum vægast sagt gáleysislega. Snarræði bílstjóra fólksbíls sem vék út í kant á örskotsstundu kom í veg fyrir árekstur.

Myndbandið sendi Róbert Marvin, tölvunarfræðingur og rithöfundur. Hann lýsir atvikinu svona:

„Ég keyrði á löglegum hraða 85 – 90 með 9 metra langt hjólhýsi í eftirdragi. Ég átti alveg von á að bílar tækju framúr. Þarna fóru tveir bílar sem ég hafði ekki áhyggjur af og bjóst alls ekki við þeim þriðja þegar við vorum að mæta bíl úr gagnstæðri átt. Ég hægði á mér snögglega sem er hættulegt þegar maður er með vagn í eftirdragi og svo stóran í þokkabót. Sem betur fer hafði hann pláss til að víkja rétt áður en hinn bíllinn mætti honum. Sá bíll þurfti að víkja út í kant eins og sjá má á myndbandinu.“

 

play-sharp-fill

Framúrakstur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Hide picture