fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 20:00

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vildi gefa þér aðeins innsýn inn í hvernig þetta er hjá okkur. Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, en hún sendi DV tvær myndir frá matarúthlutun samtakanna í Iðufelli í dag. Eins og sjá má er biðröðin eftir nauðsynjum löng.

„Í fyrra vorum við með 29 þúsund fjölskylduafgreiðslur. Við erum með allar gerðir af fólki, þetta er ekki eins og kirkjan sem tekur bara fólk með kennitölu. Við erum með fólk með kennitölu, fólk með alþjóðlega vernd, fólk með dvalarleyfi, fólk sem er án atvinnu, útlendinga.“

Mynd: Aðsend

Ásgerður segir að Íslendingar séu í minnihluta þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Fjölskylduhjálpinni. Þar spilar inn í að Íslendingar veigra sér fremur við að fara í raðir þar sem margir útlendingar eru fyrir og aðsópsmiklir. „Við þurfum eiginlega að fara að gera eitthvað í því máli á næstu vikum. Við vorum með einn dag fyrir Íslendinga en það tekur nokkuð langan tíma að koma slíku til skila svo fólk átti sig á því,“ segir Ásgerður.

Samtökin hafa reitt sig á velvilja fyrirtækja. „Við fáum ekkert frá ríkinu og ekkert frá einu einasta sveitarfélagi. Það gæti farið svo að við verðum að hætta. En það getur verið að við fáum góðan styrk og þá getum við haldið áfram.“

Góðar vörur og unnið gegn matarsóun

„Fólk fer klyfjað út frá okkur og Matarbankinn bjargaði okkur algjörlega í fyrra. Þá tókum við á móti fjögur hundruð vörubrettum. Þannig að við erum að vinna gríðarlega gegn matarsóun. Við erum að fá mjög fínar vörur og án þessa stuðnings frá fyrirtækjum þá gætum við þetta ekki, þá hefðum við lokað fyrir ári síðan. Þetta eru mörg frábær fyrirtæki sem leggja okkur lið,“ segir Ásgerður.

Erfitt að halda starfseminni gangandi án opinberra styrkja

Ásgerður fór yfir stöðuna hjá Fjölskylduhjálpinni í grein sem hún birti í lok febrúar á þessu ári. DV fjallaði um greinina. Boðaði hún að Fjölskylduhjálpin myndi að óbreyttu hætta starfsemi í sumar. En hún þraukar þó enn. Í greininni segir Ásgerður Jóna að forsendur starfseminnar séu brostnar. Hún hafi borið fjárhagslega ábyrgð á starfseminni síðastliðna tvo áratugi. Aldrei hafi neitt verið keypt nema félagið ætti fyrir því, allt hafi verið greitt á gjalddaga og engin lán slegin. Nú liggi hins vegar fyrir að taka þurfi 20-25 milljónir króna að láni til þess að endurnýja ýmis tæki og tól og hún sé ekki tilbúin til þess að taka veð í heimili sínu til þess að halda starfinu áfram.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði