fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ástir og örlög Schumacher fjölskyldunnar

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökuþórinn Michael Schumacher fór frá því að vera goðsögn í heimi Formúlu 1 yfir í að loka sig algjörlega af frá umheiminum eftir að hann slasaðist alvarlega í skíðaslysi árið 2013. Fjölskylda hans hefur verið sagnafá um heilsufar hans allt frá slysinu og því á huldu hvernig kappanum reiðir af.

Það eru þó fleiri afreksmenn í kappakstri í Schumacher fjölskyldunni. Yngri bróðir Michael, Ralf, hefur staðið sig vel í íþróttinni en þó löngum verið í skugga bróður síns sem þykir einn sá besti. Ralf vakti athygli um helgina þegar hann kom loksins út úr skápnum og opinberaði að hann er í sambandi við karlmann. Þessi yfirlýsing Ralf hefur valdið miklu fjaðrafoki og mun vera kalt milli Ralf og móður hans sem og fyrrum eiginkonu hans, OnlyFans-stjörnunni Cora. DailyMail greinir frá því að eiginkona Michael, Corinna, vinni nú hörðum höndum að því að lægja öldurnar svo fjölskyldan liðist ekki sundur.

Hörmulegt slys ári eftir að hann lagði hanskana á hilluna

Michael Schumacher er af mörgum talinn besti ökuþór allra tíma. Hann sigraði heimsmeistarakeppnina World Drivers Championships sjö sinnum á árunum 1994-2004. Hann settist svo í helgan stein árið 2012 þá 43 ára að aldri.

Ári síðar fór hann með fjölskyldu sinni í skíðaferð til frönsku Alpanna þar sem hann datt á skíðum og hafnaði með höfuðið á grjóti. Hann var með hjálp en höggið var slíkt að hjálmurinn brotnaði og ökuþórinn mölbraut á sér höfuðkúpuna sem leiddi til alvarlegs áverka á heila.

Læknar héldu honum sofandi á meðan þeir gerðu að sárum hans. Hann gekkst undir tvær stórar heilaskurðaðgerðir og var vart hugað líf. Mánuðum saman var hann milli heims og helju. Það var ekki fyrr en í apríl árið 2014 sem læknar ákváðu að vekja hann úr dáinu. Tveimur mánuðum síðar var hann fluttur á endurhæfingarsjúkrahús þar sem hann dvaldi fram í september þegar hann fékk loks að fara heim.

Corinna ákvað að gefa ekkert upp um heilsufar manns síns og beindi því til allra ástvina að virða þá ákvörðun. Þetta hefur leitt til þess að margar sögusagnir hafa farið á flug og hafa sumir gengið svo langt að reyna að fjárkúga fjölskylduna til að fá upplýsingar um Michael.

Enn ellefu árum eftir slysið er hart gengið eftir fjölskyldunni að opna sig um ástand ökuþórsins og bara í síðasta mánuði voru tveir Þjóðverjar handteknir eftir að þeir hótuðu því að leka út ljósmyndum sem voru teknar af Schumacher skömmu eftir slysið. Þeir kröfðust hundruð milljóna til að halda kjafti. Þriðji maðurinn var í kjölfarið handtekinn, en sjá hafði starfað sem öryggisvörður fyrir Schumacher-fjölskylduna.

Í skugga bróður síns

Ralf Schumacher hefur sömuleiðis notið velgengni í kappakstri en hefur átt erfitt með að feta fótspor eldri bróður síns. Ralf hefur sömuleiðis verið minna fyrir sviðsljósið í gegnum tíðina. Hann keppti í kappakstri í 11 ár á þeim tíma sem íþróttin naut meiri vinsælda en hún hafði gert fyrr og síðar. Hann lagði hanskana á hilluna á sama tíma og bróðir hans og sneri sér að frumkvöðulsstarfi.

Bræðurnir eru nánir en Ralf hefur átt í stormasömum samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi eftir skíðaslysið.

Hann sagði í viðtali: „Ég sakna Michael eins og hann var. Lífið er stundum ósanngjarnt. Michael hafði verið heppinn í gegnum tíðina, en svo kom þetta hörmulega slys. Hann var ekki bara bróðir minn. Þegar við vorum börn þá var hann þjálfari minn og fyrirmynd. Hann kenndi mér bókstaflega allt sem ég veit um kappakstur.“

Ralf gaf til kynna að þó læknavísindum hafi fleytt mikið fram undanfarið þá sé ekki hægt að lækna öll mein. Hvað Michael varði þá sé ekkert eins og áður var.

Ralf greindi frá því um helgina að hann á kærasta sem er franskur viðskiptamaður og heitir Eitenne. Þeir eru búnir að vera saman í tvö ár.

Ralf var áður giftur Cora-Caroline Brinkman en þau skildu árið 2015.

Í fótspor föður síns

Mick Schumacher er sonur Michael og var aðeins 14 ára gamall þegar hann horfði á föður sinn falla á skíðum. Hann er orðinn fullorðinn í dag að stundar að sjálfsögðu kappakstur. Hann er sá meðlimur fjölskyldunnar sem hefur helst tekið að sér að ræða við fjölmiðla, en þó ekki um núverandi ástand hans.

Hann segir föður sinn vera sína helstu fyrirmynd og að faðir hans hafi kennt honum að elta drauma sína.

„Ég vill bara bera mig saman við þá bestu og faðir minn er bestur. Hann er fyrirmyndin mín. Það væri mér heiður að vera borinn saman við hann.“

Í heimildarmynd Netflix um Schumacher sagðist Mick óska þess að geta talað við föður sinn um kappakstur í dag. Hann myndi fórna öllu fyrir tækifærið til að geta aftur spjallað um Formúlu við pabba sinn.

„Eftir slysið, að sjálfsögðu, þá eru þessar stundir sem ég tel flesta eiga með foreldrum sínum, þær eru ekki lengur til staðar, eða eru það í minna mæli. Og að mínu mati er það ósanngjarnt.“

Kærasta Mick er danska fyrirsætan Laila Hasanovic. Þau byrjuðu að slá sér upp í ágúst á síðasta ári en nýlega varð Laila hluti af innsta hring fjölskyldunnar, þau sem fá að heimsækja Michael.

Stendur með föður sínum

David Schumacher er sonur Ralf. Það kemur líklega fæstum á óvart að hann hefur gert kappakstur að ferli sínum. Hann hefur þó ekki notið sömu velgengni og hinir ökuþórar fjölskyldunnar. Árið 2022 lenti hann í hræðilegu slysi á þýsku kappakstursbrautinni Hockenheimring, þar sem Michael átti marga sínu stærstu sigra.

David klessti á annan bíl, þaðan kastaðist hann á varnargarð og svo aftur á brautina þar sem honum lenti saman við fleiri bíla. Sem betur fer virtist hann í fyrstu hafa komist nokkuð heill frá slysinu en í kjölfarið greindist hann þó með brot í hryggjarlið. Ekki var talið að hann gæti aftur stundað kappakstur en hann kom öllum á óvart þegar hann sneri aftur í íþróttina á síðasta ári.

David deildi því um helgina að hann sé stoltur af föður sínum að hafa komið út úr skápnum.

„Ég er ánægður að þú hafir loksins fundið einhvern sem þú ert greinilega öruggur og sáttur með. Það skiptir engu hvort það sé karl eða kona. Ég styð þig 100 prósent pabbi og óska þér alls hins besta. Til hamingju“

David mun þó ekki vera í miklum samskiptum við móður sína.

Eiginkona Michael er Corinna Schumacher en þau hafa verið gift í tæpa þrjá áratugi. Hún sagði í heimildarmynd Netflix að hún sakni manns síns.

„Ég sakna hans á hverjum degi, en Michael er hérna enn,“ sagði Corinna með tárin í augunum.

Elskar litlu hlutina

Corinna er afrekskona í hestaíþróttum þar sem hún hefur unnið Evrópumeistaratitil. Eftir að hún gifti sig gerðist hún svo öflug athafnakona og tók utan um fjármál fjölskyldunnar. Vinir hennar segja að hún sé gjarnan vanmetin í umræðunni.

Sameiginlegur vinur hjónanna leiddi þau saman árið 1991 og fjórum árum síðar gengu þau í það heilaga. Hún segist hafa fallið fyrir Michael út af þeim hliðum hans sem ekki margir fá að sjá. T.d. hafi hún eldað fyrir hann afmæliskvöldverð og hann var sá eini sem kom og hjálpaði henni að vaska upp. Hann sé eins fyndinn, algjör herramaður og fyrst og fremst fjölskyldumaður.

„Ég féll fyrir honum hreinlega því hann er dásamleg manneskja. Ég bara fann það að hann var sá eini rétti fyrir mig. Ég hugsaði aldrei að hann væri frábær kappakstursmaður með geggjaðan feril. Enginn hefði svo getað giskað hvað átti eftir að gerast.“

Hún segir að lífið í dag sé ekki það sama og hún á Michael áttu fyrir slysið. En maður hennar sé þó enn til staðar. Hann sýni henni daglega hversu sterkur hann er. Það hafi aldrei hvarflað að henni að nokkuð svona gæti komið fyrir mann hennar.

„Hann er öðruvísi, en hann er hérna enn og það gefur okkur styrk. Við erum saman. Við búum saman heima. Við stundum endurhæfingu. Við gerum allt sem við getum til að bæta líf Michael og tryggja að honum líði við. Og allt til að hann finni að við erum hérna. Einkamál er einkamál, það sagði hann alltaf. Það er mér mikilvægt að hann geti áfram notið friðhelgi einkalífs síns eins og mögulegt er. Michael var sá sem verndaði okkur og nú er komið að okkur að vernda hann“

Mæðgurnar í hestum

Dóttir Michael og Corinna heitir Gina-Maria og hún fylgdi í fótspor móður sinnar og stundar hestamennsku. Hestamennskan gaf henni styrkinn til að halda áfram eftir að faðir hennar slasaðist.

Gina-Maria stundar hestaíþróttir og hefur unnið fjölda titla. Corinna segir að Michael hafi alltaf vitað að dóttir hans myndi velja þessa leið í lífinu.

„Þegar maðurinn minn sagði við mig að dag einn myndi Gina verða miklu betri en ég, þá varð ég ekkert hoppandi kát. Ég hugsaði hvernig komst hann að þeirri niðurstöðu? Ég vinn með hestum frá morgni til kvölds og er alltaf að læra. Þá sagði hann að ég væri of indæl. Gina hins vegar gefur allt til hestanna en getur líka sagt nei og staðið með því.“

Gina-Maria er 26 ára gömul í dag og býr í Sviss með unnusta sínum. Unnusti hennar er líka hestamaður og þau ætla að gifta sig síðar í sumar.

Mick mun leiða hana að altarinu en ekki er víst að Michael mæti í brúðkaupið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“