fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 06:56

Donald Trump nokkrum andartökum eftir árásina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að tilviljun ein hafi bjargað lífi hans á kosningafundi í Butler í Penn­sylvan­íu-fylki í Bandaríkjunum um helgina. „Ég á að vera dauður,“ sagði forsetaframbjóðandinn í viðtali við New York Post, sínu fyrsta eftir banatilræðið, og lýsti því hvernig að sú ákvörðun hans um að líta til hægri rétt áður en skotið reið af, til að líta á stóran skjá þar sem verið var að birta tölfræði yfir innflytjendamál í Bandaríkjunum, bjargaði lífi hans.

Ánægður með myndina af sér

„Ég horfi sjaldan frá fundargestum og hefði ég ekki gert það á þessari stundu þá værum við ekki að tala saman í dag. Ég virðist hafa litið undan á akkúrat réttu augnabliki og beygt höfuð mitt akkúrat nægilega mikið,“ sagði Trump og sagði að um guðs mildi hafi verið að ræða. Eins og frægt er orðið strauk byssuskot ódæðismannsins, hins tvítuga Tomas Matthew Crooks, eyra hans og má því telja með miklum ólíkindum að Trump hafi lifað tilræðið af.

Trump er ánægður með myndina sögulegu

Þá ræddi hann um myndina sem hefur farið sem eldur um sinu um heimsbyggðina þar sem hann heldur krepptum hnefa á lofti. „Margir segja að þetta sé einhver magnaðasta mynd sem þeir hafa séð. Þeir hafa rétt fyrir sér. Oftast þarftu að deyja til að svo mögnuð mynd verði til,“ sagði forsetaframbjóðandinn.

Þá segist hann hafa áttaði sig strax á að um sögulegt atvik væri að ræða og viljað láta fylgjendur sína vita að hann væri í lagi og barátta hans héldi áfram. „Orkan frá áhorfendum á þessu augnabliki, þau bara stóðu þarna. Það er erfitt að lýsa því hvernig mér leið en ég vissi að heimurinn væri að horfa á þessu augnabliki. Ég vissi að sagan myndi dæma þetta augnablik og ég vissi að ég þyrfti að láta vita af því að það væri í lagi með mig,“ sagði Trump.

Var ákveðinn að ganga af vettvangi

Hann hafi verið ákveðinn í að ganga út og alls ekki viljað láta bera sig af vettvangi.

Þá hrósaði hann áhorfendum fyrir að halda kyrru fyrir í sætum sínum og ekki hlaupa í burtu og skapa ringulreið. „Ég elska þau,“ sagði Trump.

Þá sagðist hann hafa átt ágætt samtal við Joe Biden eftir árásina og að forsetinn hafi verið vinalegur í sinn garð.

Að auki hrósaði Trump lífvörðum sínum og öryggisgæslu í kringum viðburðinn og sagði að allir hefðu staðið sig framúrskarandi vel. Það vakti nokkra athygli enda hefur öryggisgæslan hlotið talsverða gagnrýni, ekki síst sein viðbrögð við ábendingum áhorfenda um ódæðismanninn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“