Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, varð fyrir skotárás í gær á fjölmennum kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum kl. 18:08 að staðartíma, 22:08 á íslenskum tíma.
Í myndskeiði af atvikinu má sjá Trump falla til jarðar eftir háværa hvelli en lífverðir hans brugðust fljótt við og umkringdu forsetaframbjóðandann.
Trump jafnaði sig fljótt og reis á fætur umkringdur lífvörðum og rak síðan hnefann á loft til stuðningsmanna sinna sem fögnuðu honum ákaft. Sjá mátti að það blæddi úr hægra eyra hans. Lífverðir hans hröðuðu honum af sviðinu og var hann fluttur í skyndi af svæðinu og á sjúkrahús. Hann var útskrifaður í nótt og flaug til heimilis síns í Newark í New Jersey.
Alríkislögreglan rannsakar málið sem banatilræði. Auk árásarmannsins, lést einn gestur á fundinum í árásinni. Tveir eru alvarlega særðir.
Eftirlits- og ábyrgðarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Kimberly Cheatle, forstjóra leyniþjónustu Bandaríkjanna á fund 22. júlí vegna skotárásarinnar.
🚨BREAKING🚨@RepJamesComer has invited U.S. Secret Service Director Kimberly Cheatle to testify at a hearing on Monday, July 22.
Americans demand answers about the assassination attempt of President Trump. pic.twitter.com/zKia2oIxCf
— Oversight Committee (@GOPoversight) July 14, 2024
CNN greinir frá að skotmaðurinn hafi verið um 120 til 150 metrum frá Trump. Í myndskeiði fjölmiðilsins má sjá árásarmanninn liggjandi á þaki húss látinn. Að sögn leyniþjónustu Bandaríkjanna skaut maðurinn nokkrum skotum fyrir utan fundinn.
Á blaðamannafundi sagði Kevin Rojek, fulltrúi alríkislögreglunnar, að það væri skrýtið að skotmaðurinn gat hleypt mörgum skotum af á meðan fundinum stóð. Verið er að fara yfir verkferla með leyniþjónustunni. Rojek sagði að framundan væri löng rannsókn á málinu, hvernig skotmaðurinn hat komist á staðinn sem hann var á og hvaða vopn hann notaði. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að skotmaðurinn var með hálfsjálfvirkan AR–15 riffil.
Skotmaðurinn, Thomas Matthew Crooks tvítugur að aldri var drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar nokkrum sekúndum eftir að hann hleypti af nokkrum skotum. Crooks var skráður sem kjósandi Repúblikanaflokksins, flokks Trumps, og hefði hann nýtt kosningarétt sinn í fyrsta sinn við forsetakosningarnar sem framundan eru í nóvember.
Rojek sagði að skotmaðurinn hefði ekki verið með skilríki á sér og þurfti lögregla því að notast við DNA til þess að staðfesta hver hann væri. New York Times segir Crooks ekki hafa átt neinn sakaferil að baki. CBS hefur eftir tveimur vitnum að þau hafi séð til skotmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, fordæmir skotárásina.
„Árásin á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á kosningafundi gærdagsins er átakanleg. Pólitískt ofbeldi á engan stað í samfélögum okkar. Hugur minn er hjá honum, öðrum fórnarlömbum, og fjölskyldum þeirra á erfiðum tíma. Ég óska Donald Trump skjóts bata.“
The attack on former President Donald Trump at yesterday’s campaign rally is shocking. Political violence has no place in our societies. My thoughts are with him, other victims, and their families during this difficult time. Wishing @realDonaldTrump a speedy recovery.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) July 14, 2024